Sögurnar sem amma Sigga sagđi mér og gott sjónvarpsefni

Fyrsti hluti leiknu ćvisögunnar um Vigdísi Finnbogadóttur var vandađ og gott efni frá RÚV. Sérstaklega fannst mér Eggert Ţorleifsson frábćr og trúverđugur í hlutverki hins stranga föđur hennar, hann minnti mig á ţannig fólk sem ég man eftir sjálfur.

Ţessi fyrsti ţáttur rifjađi upp ljóslifandi sögurnar sem amma sagđi mér ţegar hún var ung í Reykjavík á stríđsárunum, áđur en hún kynntist afa, og djammađi, kynntist hermönnum og dansađi, en fann ekki ástina fyrr en hún kynntist afa.

Eitt var ég ţó ađ spá í hvort vćri sögulega rétt. Jazztónlist var undanfari rokktónlistar, og jazztónlist var kölluđ tónlist Andskotans af eldra fólki, ţví hún ýtti undir léttúđ og skort á alvarleika, jafnvel lauslyndi í kynferđismálum og skort á ţjóđrćkni. Ţarna kom ţetta sjónarhorn ekki fram ţegar Vigdís fór ung á dansleik og dansađi swing og bebop og ţannig undanfara rokktónlistarinnar, sem kallađ var sveifla á íslenzku og slíkum nöfnum. En kannski voru bara sumir foreldrar sem héldu slíku á lofti. Ţađ var ţó hluti af ţví sem sveitafólk sagđi um Reykjavík ađ ţar vćri bara sollurinn og spillingin, sem eyđilagđi börn.

Ég fór ađ hugsa um öll tveggja hljóma rokklögin sem ég hef samiđ, ţannig held ég ađ flest mín lög séu. Ég er nokkurnveginn viss um ađ ég varđ svona hrifinn af rokktónlist vegna ţess ađ amma hafđi fordóma gegn ţannig tónlist.

Unglingar eru víst mjög oft svona, ađ vilja gera ţveröfugt viđ vilja uppalendanna. Kannski ţví miđur.

Ţađ var ekki fyrr en amma heyrđi Megas syngja Passíusálmana sem hún tók hann í sátt, síđasta áriđ sem hún lifđi, 1985. Ég tók Passíusálmana í Gamla bíói 1985 upp á talsegulband, búttleg, og lét Megas vita af ţví ţegar ég kynntist honum, en hann reiddist mér ekkert fyrir ţađ fyrst hann vissi ađ ţađ var bara til einkanota, til ađ ég gćti hlustađ á ţetta aftur og aftur. Ţannig heyrđi amma ţađ og tók hann í sátt sem tónlistarmann.

Ţađ hefur veriđ mín unglingauppreisn ađ dýrka Megas og rokktónlist vegna ţess ađ ţađ pirrađi ömmu, sem vildi bara sálma eđa gömlu dansana eđa eitthvađ ţannig. Á árunum 1980-1985 ţróađi ég smekk fyrir rokki, en samt ekki alveg pönki, en ţađ kom mér á bragđiđ ađ vissu leyti samt.

Mikiđ er gott ađ RÚV er ađ taka ţátt í ađ framleiđa svona gott og vandađ efni í bland viđ ţađ sem manni finnst lélegra. Vesturport heitir hópurinn á bakviđ ţetta, og ţau eru orđin mjög góđ í ţessu.

Ég veit ekki hvernig mér mun líka viđ hina ţćttina, en ég get sagt ađ mér fannst Elín Hall líka komast vel frá ţessu og hinir leikararnir. Síđan mun ţetta vera gert međ leyfi frú Vigdísar sjálfrar og ađ hún hafi ljáđ persónulegt efni og upplýsingar, ekki ađ furđa ađ ţetta sé vandađ.

Ţađ er svo gott ađ rifja ţađ upp hversu strangar ţessar kynslóđir voru sem uppalendur hér fyrr á tímum, en margt annađ var líka ágćtt í ţessari mynd, hvernig kvenréttindin ţurftu mjög langan tíma til ađ verđa viđurkennd. Okkar tímar eru hápunktur kvenréttindanna, síđan tel ég líklegt ađ ţau muni ganga til baka, ţađ hlýtur bara ađ vera, ţví mörgum finnst nóg um ađ viđ lifum í algjöru kvennaríki núna á Íslandi!


mbl.is Varđ reiđ út í Guđ og hafnađi trúnni á unglingsárum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 2. janúar 2025

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 97
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 940
  • Frá upphafi: 131550

Annađ

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 725
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband