Eins manns rusl er annarra manna fjársjóðskista

Bob Dylan gisti hjá kunningja sínum nótt eina í marz 1964 á svefnsófa. Kunninginn var blaðamaðurinn Al Aronowitz í New Jersey. Það borgaði sig fyrir kunningjann að fá Bob Dylan í heimsókn. Aronowitz skoðaði innihald öskutunnu sinnar þegar lagahöfundurinn var farinn. Fann hann þar samankrypplað blað með uppkasti að laginu "Mr. Tambourine Man". Geymdi hann þetta vélritaða blað Dylans árum saman í safni sínu.

Aronowitz lézt 2005 og nú eru erfingjar hans að selja muni úr safni hans.

Búizt er við því að vélritaða síðan í öskutunnunni seljist á allt að 90 milljónir á uppboði! Bob Dylan á marga aðdáendur sem vilja greiða stórfé fyrir slíkt. Menn vita alveg að slíkar tölur eru réttar, því handrit og annað frá Dylan hafa oft farið á uppboð. Hann skrifaði á alla snepla sem hann fann fyrstu árin sem tónlistarmaður og þeir sneplar hafa einatt ratað á uppboð og fengizt góður peningur fyrir.


Bloggfærslur 16. janúar 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 109
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 937
  • Frá upphafi: 158824

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 625
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband