Fyrst þegar Temu og Shein komst í fréttir taldi ég það léttvægt. Umfjöllun Kastljóssins í gær sannfærði mig þó um að svo er ekki.
Temu og Shein eru austrænir netsölurisar eins og AliExpress.
Eiturefni finnast í þessum varningi, hann er ekki endingargóður, heldur snýst um útlitið, litadýrð en ekki raunveruleg gæði.
Þegar við bætast svo mannréttindabrot við framleiðsluna, þá verður það ljóst hversu vafasamt þetta allt er, "vestrænn kapítalismi á sterum" eins og einhver fjölmiðlamaðurinn held ég hafi sett í orð. Einnig var þessu líkt við fjárhættuspil og auglýsingamennsku fyrir eitthvað með rýrt eða ekkert innihald.
Þetta veldur sjúkdómum sem koma oft fram síðar á ævinni, sumir þó snemma, miðað við hversu mikið fólk þolir af slíku, og þetta skemmir umhverfið eiginlega í öllum löndum.
Að meðaltali eru þessi föt notuð í sjö daga og þeim hent eftir það, kom fram í könnun.
Einnig er algengt að sumir hendi þessu í ruslið í plastinu, algjörlega ónotað!
Finnst engum þetta skrýtið? Jú, greinilega. Annars væri þetta ekki í fréttum.
Fjöll af rusli sem safnast upp í Afríku, Asíu og víðar eru að æ stærri hluta samanstandandi af rusli úr svona skyndikaupskeðjum!
Framleiðslan snýst um að gera hana ódýra og skjóta. Það þýðir að farið er framhjá reglum um hættulaus efni þar sem þetta er framleitt, aðeins fyrir gróða. Framleiðsla varanna er mengandi, notkun þeirra er mengandi og að henda þessu veldur mengun!!
Þótt þetta standist ekki reglugerðir ESB um gæði eða að ekki séu notuð eiturefni í þetta, þá kaupa Íslendingar þetta samt í stórum stíl því verðið er lágt,
Smábörn sleikja þessi leikföng. Fátækir á Íslandi kaupa þetta í meira mæli en aðrar stéttir.
Rannsóknir hafa sýnt að í útlöndum er stærsti kúnnahópurinn unglingar sem henda þessum skartgripum, fötum og smátækjum, og kaupa mest af þeim út af nýjungagirni.
Á Íslandi eru þau sem kaupa þetta eldri, eða allt að fertugu.
Talið er að það sé vegna mikillar fátæktar á Íslandi, óréttlátrar verðlagningar og tolla.
Nýlega var sagt frá því að mannréttindi væru brotin þar sem þetta er framleitt. Kínverjar ynnu alla daga vikunnar fyrir of lág laun, sem eru lægri en einhverjir staðlar alþjóðlegir segja fyrir um.
Í stuttu máli sagt: Góða fólkið sem hatar mannréttindabrot, það ætti að stöðva þetta. Þetta brýtur gegn þeirra boðskap, um umhverfisvernd, mannréttindi, og heilsuvernd.
SAMT heldur þróunin áfram, hér á Íslandi, einnig á meginlandi Evrópu, í Ameríku líka.
Kadmíum í eyrnalokkum frá Temu reyndust innihalda svo hátt hlutfall af efninu sem er krabbameinsvaldandi, að konum er ráðlagt að HENDA EYRNALOKKUNUM BEINT í ruslið, nota þá aldrei, þeir séu hættulegir!!!
Þetta er þvílíkt vítahringsallsherjarrugl að maður er alveg gapandi af undrun.
Hvað ætli það kosti fyrir heilsu Kínverja að framleiða þetta fyrst notkunin hér á Vesturlöndum er svona hættuleg?
Hversu mjög hefur jafnaðarmönnum mistekizt á heimsvísu, fyrst ekki er hægt að bjóða fólki mannsæmandi laun, þannig að það neyðist til að vinna við þessi skilyrði þar sem þetta er framleitt?
Síðan er auglýsingamennskan á bak við þetta?
Stutt auglýsingaskeið á netinu, hverjum er lætt inná milli flestra dagskrárliða, og inn í sem flest efni sem fólk leitar að á netinu og skoðar!
Eða svo vitnað sé í auglýsingasálfræðina:
Aðferðin við að auglýsa þetta rusl hún er sótt í heilaþvottatæknina:
A) Örstutt skilaboð sem virka á undirmeðvitundina.
B) Skærir litir.
C) Gleðilegar raddir, ungt og fallegt fólk sem auglýsir.
D) Lægra verð boðið, undirboð.
Síðan má skoða aðrar hliðar á bakvið þetta.
Sölumennskan þessu til grundvallar lyktar öll af sama píramídasvindlinu og varð heimsbyggðinni að falli 2008, þegar bankakerfið hrundi. Ef Kínverjar og aðrir fyrir austan lenda í efnahagskreppu, þá hefur það víða áhrif.
Mér finnst gaman að tala við mömmu um liðna tíð. Mér finnst gaman að rifja það upp hvernig amma var frábær saumakona. Ekki er ég viss hvort hún vann hjá Seglagerðinni Ægi eða annarri seglagerð, en það var fyrirtækið sem hún vann hjá áður en hún kynntist afa. Það var um það bil 1941-1944, skilst mér. Ég veit ekki hvaða seglagerðir voru starfandi á þessum tíma, og mamma veit ekki nákvæmlega nafnið á fyrirtækinu, seglagerðin er það eina sem hún man.
En amma vann við stórar saumavélar. Hún átti margar fingurbjargir heima, og sumar úr málmi og sterklegar. Þetta reyndi mjög á fingurna og stundum fékk hún sigg á fingurna.
Hún saumaði tjöld og segl og svona efni.
Það er ákveðin ráðgáta fyrir mér hversvegna amma var alltaf að sauma föt á krakkana fyrstu árin og að bæta öll göt frekar en að kaupa ný föt. Ég veit að þau voru ekki svona.
En lausnin á þessari ráðgátu felst víst í því að amma lærði þetta í æsku sinni.
Vissulega var afi skuldugur fyrstu árin þegar hann var að borga lánin sem hann tók til að byggja húsið og verkstæðið, en hann mun hafa verið um það bil laus við allar skuldir allt sitt líf, nema mjög lágar.
En amma sagði að afi væri fátækur og þau hefðu ekki efni á að vera að kaupa alltaf nýtt. Ég man þetta, og þó ekki skýrt, því ég hafði aldrei áhuga á klæðnaði.
Afi og amma voru aldrei rík. Afi hafði þó möguleika á að verða sæmilega efnaður, ef hann hefði ráðið marga í vinnu og stækkað við sig. Hann hafði bara aldrei áhuga á því. Hann taldi auðsöfnun syndsamlega og ég man eftir þannig Biblíutilvitnunum frá þeim. Nálaraugað og úlfaldinn og það.
Þegar kreppunni lauk sem ríkti 1968-1971 þá fór afi fyrst að verða sæmilega vel staddur. Það hefur eitthvað með það að gera sem Bjarni og aðrir sjálfstæðismenn hafa talað um í ræðum á tyllidögum, að kaupmáttur Íslendinga hefur stöðugt verið að aukast á 20. öldinni, og hann var minni áður.
En ég hef gaman að því að ræða við mömmu um æsku hennar og fortíðina. Þetta skrýtna sem ég man eftir, það var miklu ýktara þegar hún var stelpa að alast upp, eins og að ekki voru keypt föt nema sjaldan, börnin fengu föt í jólagjöf en sjaldan yfir árið, það var algengt hér áður fyrr. Þetta bara þekkist ekki í dag þegar stöðugt er verið að henda hlutum.
Frænkurnar í mínum ættum þær vissu alveg hvernig ég er og ég var. Þær vissu að ég hef eiginlega aldrei keypt á mig föt. Þessvegna voru mér gefin föt sem voru fín en aðrir hættu að nota. Heiður í Tungu var ein af þeim, mjög góð frænka mín.
Svo voru mér oft gefin föt þegar ég átti afmæli og á jólum. Frænkurnar vissu að þetta var eitt af því sem þurfti að hjálpa mér við. Þegar amma dó þá féll þetta eitthvað niður, en ekki alveg samt.
Amma var alltaf þakklát fyrir þetta og þakkaði vel fyrir, en mér skilst að þegar mamma var ung, þá hafi hún saumað föt á börnin, og stækkað þau og víkkað frekar en að kaupa ný. Hún var víst frábær saumakona.
Hún var komin með gigt í fingurna síðustu árin, og orðin loppin, og komin með bjúg. Þó hélt hún áfram að sauma og bæta föt, merkilega mikið.
Ég spurði mömmu hvað börnin hafi fengið í jólagjöf áður fyrr. Svarið kom mér á óvart. Kannski örfáar bækur frá fjarskyldum ættingjum, en oft ný föt frá mömmu og pabba!
Síðan þegar amma var lítil, þá fengu börnin enn færri jólagjafir. Í alvöru fengu börn þá kerti og spil í jólagjöf! Jú, börn fengu líka föt þá.
Að lokum er gott að íhuga þetta:
Það er ekki hægt að taka Demókrata eða aðra alvarlega um að það takist að bjarga jörðinni undan mengun.
Það er eins með jöfnuð og jafnaðarstefnu.
Þetta eru hugtök sem notuð eru til heimabrúks, til að hefta fólk með reglugerðum.
Misskipting peninga (og rafmynta) fer vaxandi í heiminum.
Mengun vex.
Það verður að finna nýjar aðferðir.
Við erum í sömu sporum og fyrir kreppuna 2008.
Umræða fer í fánýt mál.
Aðgerðir til umbóta gagnast ekki.
Ekki er hlustað á fólk sem kemur með lausnir eða fjallar um það sem skiptir máli.
Mér finnst gaman að fjalla um liðna tíð.
Ég reyni að finna andartakið þegar hraðlestin fór út af sporinu. Við erum ferðalangar inni í þeirri hraðlest.
Fyrir neðan er hyldýpið.
Þetta var sýnt í Tinnabókinni "Fangarnir í Sólhofinu", og í öðrum teiknimyndasögum.
Óhugnanlegt magn eiturefna í vörum frá Temu, Shein og AliExpress | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 14. janúar 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 107
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 525
- Frá upphafi: 132438
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar