Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hvalveiðar að nýju

Það var frétt um það í gær á RÚV að hákarlsverkandi einn spáði því að hákarlaútgerðin væri deyjandi atvinnugrein og myndi leggjast af ef ekkert yrði að gert. Talaði hann um flókið regluverk, sem ég býst við að komi frá ESB, "gæðavottun" og allskyns veiðigjöld af þessari veiði, og síðan talaði hann um æ færri sem kynnu gömlu handbrögðin, og því væri orðið algengt að hákarlinn væri vondur en ekki góður og rétt verkaður, sem öllu máli skipti.

Þetta get ég sko tekið undir, því þetta var það sem ég heyrði oft afa minn tala um á æskuheimili mínu.

Afi minn Jón var ættaður frá Trékyllisvík á Ströndum. Það er mjög norðarlega og afskekkt, og nálægt sjónum. Spænska veikin komst aldrei þangað, því vegir voru tepptir, vagnar settir þversum og skilti sem bönnuðu fólki að ferðast. Fólk varð að lifa af landsins gæðum bara þar, ekkert fá að utan eða frá öðrum landshlutum. Spænska veikin dó út og fólkið þarna slapp og sumsstaðar annarsstaðar. Það afbrigði sem nú er að drepa fuglana er sennilega eitthvað svipað afbrigði og Spænska veikin var, því var lýst að þetta drap fólk á stuttum tíma, en sumir sluppu þó, en margir mjög lengi að ná sér, eða náðu sér aldrei. Spænska veikin var af fuglaflensutegundinni, sem er eins og venjulegar haustflensur, nema mjög banvænt afbrigði sem sjaldan berst í fólk, en þá þarf að loka smitleiðum með öllum ráðum.

En aftur að hákarlaveiðinni.

Ég heyrði sögur af því að langafi minn var hákarlaveiðimaður og kunni líka að verka hákarlinn. Hann hafði lært að grafa hákarlagryfjur og hvernig ætti að verka hann þar.

Hann var jafnvel kominn af hákarlaveiðimönnum langt fram í ættir sem höfðu búið þarna og á öðrum afskekktum slóðum.

Þegar ég var lítill fengum við sendingar að norðan og þá var hákarlinn hengdur upp í kartöflugeymslunni.

Fyrsti búskaparárin, frá 1950 og til 1964 eða um það bil þá ræktaði amma kartöflur í lóðinni okkar, í hlíðunum þar sem síðar voru byggð hús, fyrir ofan Smáralindina. Það var gamla erfðafestulandið, sem tapaðist þegar afi var vélaður til að láta það af hendi fyrir lóðaleigusamningi til 50 ára í stað erfðafestulandsins, sem skorti skriflega undirskrift á leyfi fyrir verkstæðinu, en afi gerði munnlegan samning við Finnboga Rút 1946 með handabandi um leyfi fyrir verkstæðið, sem mikil þörf var fyrir, áður en húsið var byggt, þegar slíkt var talið gilda mjög vel, en svo auðvitað breyttist það með reglugerðum. Það gleymdist sennilega bara að uppfæra það atriði.

Þegar afi og amma byggðu húsið, þá fengu þau ráð og aðstoð frá foreldrum sínum. Það var byggð svonefnd kartöflugeymsla við hliðina á kjallaranum, fyrir neðan stofuna. Hún var óupphituð eins og útihús voru fyrr á öldum, en nokkuð stór.

Þar í kulda og dimmu voru kartöflur geymdar og skemmdust síður.

Þar var einnig geymdur hákarl og hengdur upp í löngum ræmum, með snæri hengdur upp.

Þessi hákarl var oft rosalega góður. Fyrst fannst mér hákarl vondur, en þegar ég vandist honum fór mér að finnast hann góður.

Það komu ættingjar og vinir afa að norðan í heimsókn með hákarlinn. Ég held að þeir hafi gefið honum þessa bita en ekki selt hann. Þá var hákarlaverkun miklu algengari en nú og menn voru stoltir af handverkinu og sögðu "þetta er miklu betra en draslið í búðunum með plastbragðinu", og það var alveg satt.

Ég man að oft var þetta þannig að manni var skammtaður hákarl þegar hann kom, eins og um sælgæti væri að ræða. Manni var bannað að sækja þetta sjálfur, því maður gæti ekki náð uppí þetta sem hann var hengdur uppá og að maður myndi skera sig á hnífnum sem þurfti að nota til að ná sundur bitunum.

Þannig að hákarlinn var sannkölluð munaðarvara og karlarnir sem veiddu hann svipaðir hetjuljóma og dýrðarljóma karlmennskunnar.

Ég talaði ekki við þessa menn sem komu í heimsókn og gáfu hákarlinn. Þeir voru oft í nokkra klukkutíma og töluðu um heima og geima og hlógu og tóku í nefið. Það var þó einn frændi minn sem ég tók í höndina á, Gunnar á Eyrinni. Ég man vel eftir honum.

En ég hef verið að hugsa, er ekki hákarlinn eins og frönsku ostarnir? Það er listgrein að framleiða góða franska osta, og sum héruð eru frægari en önnur.

Þannig var þetta í gamla daga með hákarlinn. Hann hélt fólki á lífi og þannig veiðar að vetrarlagi, einnig hvalveiðar og fiskveiðar.

Ég heyrði sögur af því þegar langafi og aðrir fóru á hákarlaveiðar. Ég man ekki nema að þetta voru miklar hetjusögur og mikil hætta að veiða hákarlinn. Sumir drukknuðu, eða voru við það að drukkna. Því miður man ég ekki eftir þessu í smáatriðum. En ég bar óttablandna virðingu fyrir þessum mönnum, ég man það.

Bjarni Benediktsson er því miður farinn úr pólitíkinni, en eftir því sem lengra líður þá verður manni það betur ljóst að vandfyllt verður það skarð, þrátt fyrir allt sem gagnrýna má hann fyrir.

En þegar hann gaf hvalveiðileyfið til margra ára, þá fannst mér hann hafa unnið afrek og slegið móðursjúka einstaklinga í rot með því.

Það var kannski hans síðasta afrek, en eitt það glæsilegasta. Hann notaði aðferðir Svandísar, klækjabrögð og hörku, en af því að hann var ekki vinstramegin, þá varð mikil óánægja með það meðal þeirra sem þykjast hafa einkaleyfi á þannig aðferðum.

En hvalveiðar og hákarlaveiðar og annað slíkt, þetta er hluti af okkar menningu. Þetta þarf að vernda eins og annan menningararf, og viðhalda þessu, fá unga fólkið í þetta.

Aðrar þjóðir eru stoltar af hernaði. Við getum verið stolt af því að til er fólk sem vill hætta lífinu í þetta.

 


Bloggfærslur 13. janúar 2025

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 132203

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 369
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband