11.1.2025 | 01:20
Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
Getur þrjózkt Trump-liðið afneitað sínum eigin syndum og sekt sinni, ábyrgð á því að hafa hækkað hitastigið á jörðinni?
Ég hef aldrei gengizt inná það að hunza boðskapinn um hamfarahlýnun eða afneita áhrifum okkar tegundar á umhverfið. Umhverfisverndarsinninn í mér vaknar þegar ákveðnar fréttir berast sem tengjast hamfarahlýnun og mengun.
Um þá hörmulegu atburði sem gerast í Los Angeles verður manni orðs vant. Nokkrar tilvitnanir hér fyrir neðan eru úr athugsemdakerfi DV, en einn af þeim held ég að búi þarna á svæðinu, því hann kemur með sláandi upplýsingar sem telja má innanbúðarupplýsingar, sem aðeins sá sem býr þarna getur vitað um. Þær upplýsingar gefa skýringar sem ekki koma fram í RÚV eða Stöð 2:
"Californíu ríki brennur núna sem mesta sjálfskapar-víti sem sögur fara af. Fjárlög slökkviliðsins hafa verið skorin niður. Búnaður hefur verið seldur burt. Starfsloka samningar hafa verið gerðir við mestu reynsluboltana af því þeir voru "of hvítir". Í stað þess hefur verið ráðið hinseginfólk sem veldur ekki starfinu. Uppistöðulón eru tóm því að vatninu hefur verið veitt í burtu. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessar hörmungar, en þetta er það sem kjósendur vildu... og núna neyðast þau til að horfa í augu við afleiðingarnar!" (Valtýr Kári).
"Mun bara versna með loftslagsbreytingum" (Viðar Pétursson).
"Vísindamenn hafa áratugum saman varað við því að auknir skógareldar yrði afleiðingar hlýnunarinnar. Því miður hefur lítið verið hlustað á þessar viðvaranir". (Sigmundur Guðmunsson).
"Eignaeigendur gætu þurft að óttast um tryggingabætur, því tryggingafélögin gætu lýst sig gjaldþrota, því þetta eru meðal dýrustu eigna í L. A." (Sævar Albertsson).
Ef það er satt og rétt sem kemur fram í máli Valtýs Kára hér á undan þá er það stórmál og gagnrýni sem þarf að taka mark á. Ég held að boðskapur af þessu tagi geti ekki verið skáldaður, því þessu er lýst í smáatriðum af þeim sem til þekkir, bæði til stjórnmála, atvika og staðhátta þarna.
Ef þetta fær ekki stjórnmálamenn og almenning til að snúa við og minnka mengun, þá hvað?
Borgarstjóri LA virti blaðamenn að vettugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. janúar 2025
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 15
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 518
- Frá upphafi: 132090
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 412
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar