Yazan sem er veikur fær stuðning og lifir og Kolfinna Eldey sem færri tala um en dó við hörmungar aðstæður

Yazan hinn palestínski var aðalumræðuefnið í dag og aðalfréttin. Ég er sammála um að hörmulega hefur verið að þessu staðið, að misvísandi svör berast og ákveðin svör og afgreiðsla það sem er mannúðlegra hvort sem valin er leið Vinstri grænna eða Sjálfstæðsflokksins.

En síðan er þessi frétt um dauða Kolfinnu Eldeyjar, og persónulega er maður í sjokki að vita að svona atburðir gerist á Íslandi, því manni finnst að foreldrar eigi að vernda börnin sín. Ætli öll þjóðin sé ekki í sjokki og þurfi tíma til að meðtala þetta og skilja að svona gerist líka á Íslandi?

Fréttir eru litlar og takmarkaðar eins og venjulega, en þetta minnir á fréttir frá Bandaríkjunum þar sem foreldrar hafa drepið alla fjölskyldumeðlimi og sig í kjölfarið.

Maður hélt að nóg væri í bili af svona fréttum, en þetta kemur í röðum.

Síðan er það Yazan. Hann fær mikla athygli og hefur fengið hana lengi. En það hefur verið fróðlegt að lesa pistla Jóhanns Elíassonar og Jóns Magnússonar, því þar er hin hliðin sem er ekki síður fróðleg, að fjölskylda Yazans kom ólöglega til landsins. Jón Magnússon nefnir í nýlegum pistli um þetta að meðferðarúrræði vanti fyrir 120 íslenzk börn með margþættan vanda.

En allir hljóta að finna fyrir samúð í garð hins langveika drengs, það er rétt sem alþingismenn og fleiri hafa sagt, en það þarf að setja málið í samhengi, og sumir segja að heilbrigðiskerfið sé betra á Spáni þangað sem til stóð að hann færi. Ef það er rétt eru þessi mótmæli meira sýndarmennska, mætti segja.

En í gærkvöldi var umræðuþátturinn Torgið á RÚV. Að þessu sinni var fjallað um ofbeldi ungmenna, snjallsímanotkun og ógurlega firringu nútímans og skort á félagslegum samskiptum sem skipta mestu til að skapa hamingjuríkt mannlíf eins og flestir voru sammála um.

Þótt fyrsta fréttin á RÚV og Stöð 2 hafi verið Yazan og fólkið sem mótmælti út af honum, þá kom önnur frétt sem fjallaði um að hundruð barna og unglinga á Íslandi eru á biðlista eftir greiningu á ADHD og einhverfu. ADHD er athyglibrestur og ofvirkni og er mjög algengt vandamál hjá okkar þjóð.

En þarna kom fram í þessari frétt að það væru jafnvel um 1000 börn á biðlista eftir svona ADHD greiningu eða einhverfugreiningu og þjónustu fyrir geðraskanir og annað.

Í Torgsþættinum var einnig fjallað um dópneyzlu unglinga, hraðann í samfélaginu og skortinn á nándinni milli foreldra og fólks almennt.

Þegar allt þetta kemur saman og meira til, þá spyr maður sig hvort einn palestínskur drengur eigi að setja samfélagið á hliðina og valda stjórnarslitum næstum því, þegar skólakerfið er í rúst - að margra mati - og allt okkar samfélag í vanda?

Ég vil bæta því við að talið er að um 1000 fóstureyðingar séu framkvæmdar á Íslandi árlega. Síðan eru það börnin sem aldrei eru getin því femínisminn hefur komið inn hatri á milli kynjanna.

Mesti glæpurinn er þetta, að börn eru ekki getin vegna þess að fólk nær ekki saman. Það er jafnvel meiri glæpur en fóstureyðingarnar. Ástin er eyðilögð og drepin áður en hún verður til. Hvað er hörmulegra en það?

En aftur að Yazan. Ljóst er að þótt haldið sé fram að útlendingalögin séu alltaf að verða betri og betri þá hljóta allir að vera sammála um að svona upphlaup ættu að vera óþörf, ef réttlæti væri fullnægt og einnig meðalhófsreglu hversu margir fá hæli og slíkt.

Það er einmitt svo sorglegt að horfa upp á þessi mótmæli, því maður skilur að mótmælendur hafa ákveðinn málstað að verja sem er réttlætanlegur og skiljanlegur.

Pólitíkin er að bregðast, og svona ríkisstjórn þar sem öfgarnir mætast, Sjálfstæðisflokkur og VG, hún er ekki að virka í svona málum.

En hvernig er Ísland að verða þegar öll þessi voðaverk gerast? Það þarf ekki síður umfjöllun.


mbl.is Nafn stúlkunnar sem lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 69
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 808
  • Frá upphafi: 119802

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 656
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband