Alþjóðalög sem valdníðslutæki

Vísisgreinin eftir Róbert Spanó hefur vakið mikla athygli, enda er hún vel skrifuð, og þó má finna galla á röksemdafærslu hans. Mér virðist sem rök hans komi úr bergmálshellum þeirra sem eru honum sammála, en það sama má kannski segja um rökin sem Guðrún notaði, því fyrir henni vakti að bjarga stjórninni frá því að splundrast, og hefur hún notfært sér ýtrustu klæki til þess hinna lögvitrustu manna, og farið milliveginn og bjargað stjórninni frá sprungum eða sprengingu.

Þegar hann skrifar að "röksemdafærsla ráðherra fær ekki lagalega staðist", þá finnst mér það undarlegt. Einnig þegar hann talar um "sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu".

Hvernig getur ákæruvaldið verið sjálfstætt og hlutlaust þegar það lýtur evrópskri forskrift, sem hann sjálfur er útlærður í?

Hann snýr þessu algjörlega á hvolf. Sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu hlýtur þá fyrst að koma í ljós þegar svona ákvörðun er tekin, og persónuleg ákvörðun ráðherra er til grundvallar, en þó rökstudd með meðalhófi og samkvæmt heimildum sem ráðherra hefur.

Sjálfstæði og hlutleysi er samkvæmt Róbert Spanó að vera ósjálfstæður ESB-sinni, og hafa óbeit á Sjálfstæðisflokknum.

Það er þó alveg rétt hjá Róbert Spanó að í útskýringum var Guðrún hikandi og tók undir orð Sigríðar ríkissaksóknara að nokkru.

Róbert Spanó veit af dómstóli götunnar, sem að þessu sinni hefur dæmt Sigríði ríkissaksóknara til að verða rekin frekar en Helgi Magnús, og þó minnist hann, lögfræðingurinn ekki á þennan almannavilja.

Allt þetta mál gegn Helga Magnúsi hefur í raun verið að grafa undan trúverðugleika embættisins sem Sigríður gegnir, en líka Helgi Magnús. Róbert Spanó kýs að hunza alveg það sem komið hefur fram í athugasemdum DV, og víðar, að fólk hefur almennt samúð með Helga Magnúsi og finnst yfirmaðurinn hafa leikið hann grátt.

Það sárnar honum kannski einmitt mest og gæti verið ástæðan fyrir því að hann reynir að snúa þessu ESB-pólitíkinni í hag.

Róbert skrifar að röksemd Guðrúnar sé "ekki lagalega tæk". Hann ætti þá að vitna í lagagreinar og lagatexta, og fordæmi.

Röksemdin gegn rökum Guðrúnar er að embættismenn og aðrir sem fari með opinbert vald sæti iðulega hótunum.

Hér hlýtur ýmislegt að rekast á eðlilega.

Jafnvel þótt hótanir sem þessar þekkist og ofbeldi í garð embættismanna, þá er ekki þar með sagt að fólk vilji líða það og telji það í lagi eða að engin úrræði séu til að verja þá embættismenn.

Nú er þetta mál þannig að almenningi finnst sem ríkissaksóknari hafi ekki farið mannúðlega með undirmann sinn með því að standa ekki með honum vegna hótana Kourani.

Ef Róbert Spanó eða Sigríður ríkissaksóknari eða einhverjir aðrir vilja fara með þetta fyrir Mannréttindadómstól Evrópu er erfitt að sjá fyrir sér að brotið hafi verið á mannréttindum Sigríðar ríkissaksóknara.

Hins vegar notar Róbert Spanó þau rök eða þær fullyrðingar að þetta snúist um sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu.

Augljóst er að hann grípur í hálmstrá, en það má þó sjá af því að Heimildin og DV eða Vísir (helztu vinstrifjölmiðlarnir okkar) eru ekki að slá þessu upp sem aðalfrétt, að þrátt fyrir að Róbert Spanó reyni sitt allra bezta í grein sinni, þá nær hún ekki því flugi sem til var ætlazt.

Maður þarf ekki að vera lögfræðingur til að skilja ritað mál og vega það og meta, hvenær seilzt er langt og hvenær menn ná að hitta í mark, eða svona nokkurnveginn.

Engu að síður er það rétt að Helgi Magnús hefur tjáð sig persónulega en ekki Sigríður ríkissaksóknari. Hvort það er brottrekstrarsök fyrir hann er þó allt annað mál.

Annarsstaðar las ég að ríkissaksóknari og vararíkissaksóknari séu æviráðin.

Nú hlýtur maður að spyrja sig hvort það sé réttlætanlegt yfirleitt?

Hvaða rugl er í gangi?

Er hægt að búast við að þetta fólk sé svo fullkomið sem gegnir þessum embættum að það geti ekki gert mistök eða sé ekki mannlegt, hvort sem það á við um Sigríði eða Helga Magnús?

Það sem Róbert Spanó óttast er að almenningur í landinu er farinn að skilja að einnig má gagnrýna störf Sigríðar ríkissaksóknara, eins og sjá má í athugasemdum DV sem eru mjög fróðlegar.

ESB sinnarnir hafa talið þeirra vald allt að því guðdómlegt og ósnertanlegt.

Þegar sá veruleiki birtist að svo er ekki, þá er reynt með öllum ráðum að fá aftur hinn horfna veruleika.

Á ekki lögfræðin að snúast um RÉTTLÆTI og MANNÚÐ en ekki peninga og völd?

Róbert Spanó þolir ekki að almenningur í landinu er farinn að fatta að hann er ekki sjálfkrafa sá sem verndar réttlæti og mannúð, eða ESB sinnar yfirleitt.

 


mbl.is Ákvörðunin „áfall fyrir ákæruvaldið í landinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 31
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 589
  • Frá upphafi: 119543

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband