Jólafriður fjarri er, ljóð frá 25. desember 2008.

 

Fyrirgefum fjárglæframönnum,

við féllum sjálf í gildrur líka.

Stormar um veggjastrætin stóru,

strunzar burt valdsins klíka

með fjársjóði falda

en fólkið grætur.

Fyrirgefning friðinn gefur,

svo fjandmaður undan lætur.

 

Innri friður á mig kallar,

yfirgnæfa köllin legó.

Reiðin mig ruglar

ó hve ríghalda menn sér í egó.

Sá er hátt sér hreykir

hrapar jafnan niður,

og fyrir ári fjármagnshyggjan

fyllti landið, þá kom tapsins skriður.

 

Þegar enginn mót þér mælir

muntu finna nýja hindrun.

Mammon lutum meira en áður,

mikil var í gulli sindrun.

Skrípaleikur skratta jafnan

að skrjáfa láta í rændum auði.

Þetta allt var froðufé -

fylgdi auðnum kvöl og dauði.

 

Samróma samþykktu allir

að sitja og standa í gróðans ríki.

Líkin þarf nú löng að telja,

lent er þjóðin í díki.

Heimskan stjórnaði heiminum öllum,

hlustum við aldrei á vitra menn?

Fátt mun hindra fall að nýju,

föllum á prófinu enn.

 

Jólafriður fjarri er,

fyllast þjóð af meiri kvíða.

Sorgir kvelja, sífelld búkhryggð,

sært fólk mun þjóðgildin níða.

Læðist grunur ljótur að:

Leidd í gildru vorum.

Aðeins hlýddum útlendum reglum,

ekki þannig skorum.

 

Hvar er uppreisn innlend nú?

Aðeins Hörður Torfa á Velli?

Kommarnir koma saman þar

og kunna að gleðjast yfir sínum smelli.

Annarskonar uppreisn vil,

hvar aðeins þjóðleg gildi ráða.

Þroskast ekki þjóðin neitt?

Þurfum við ei okkur að náða?

 

Orðaskýringar: Veggjastræti, fjármálastofnanir, vísun í Wall Street.


Bloggfærslur 13. ágúst 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 31
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 751
  • Frá upphafi: 158874

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband