Verður brátt mynduð ríkisstjórn Viðreisnar og Samfylkingar þar sem gengið verður í Evrópusambandið?

Ný skoðanakönnun Maskínu er frásagnarverð. 74,2% vilja áframhald viðræðna að ESB, 54,3% vilja fara í ESB, 66,8% telja hag heimilanna betur borgið í ESB.

Maskína gerði þessa skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna.

Evrópuhreyfingin er held ég einhverskonar trúboðsafl Evrópusambandssinnanna sem meðal annars unnu á Fréttablaðinu.

Heimasíða þeirra gefur til kynna að þeirra eini vilji sé að þjóðin ráði, og meðal þeirra virðist full sannfæring um að þjóðin vilji ganga í ESB. Fólki er boðið að ganga í hreyfinguna ef það er sannfært um að þetta gangi svona fyrir sig og sé fyrir beztu.

Viðtal var tekið við Þorstein Pálsson út af þessu.

Hann fullyrðir að Evrópusambandið hafi aldrei staðið eins sterkt og eftir brottför Breta, og að klofningur brezka Íhaldsflokksins sé það eina sem þeir uppskáru.

Enn og aftur vakna spurningar um trúverðugleika skoðanakannana. Hér virðist sem hringt hafi verið í útvalið fólk sem vill þetta, ganga í ESB.

Annars finnst mér alveg líklegt að ömurleg frammistaða Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna í ríkisstjórninni sem nú er liðið lík, en hreyfist enn fyrir töfra tækninnar eins og bandarískur forseti, Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn sem upphaflega voru helztu andstæðingar aðildar, gætu hafa breytt landslaginu svona. Jafnvel er það traustvekjandi fyrir aðild að ESB að vera ekki með trúboð heldur leggja það á hilluna eins og Samfylkingin gerði.

Hvernig getur Þorsteinn Pálsson komizt að því að Evrópusambandið hafi aldrei staðið eins sterkt? Sérstaklega eftir kosningar í Frakklandi sem benda til annars? Sérstaklega eftir að venjulegir miðjuflokkar sem voru flokkarnir sem fólkið var í sem stofnaði Evrópusambandið hafa minnkað og minnkað?

Rétt er það að Bretar eiga í vandræðum, en það er svo sem ekkert nýtt. Þeir gátu einnig kvartað á meðan þeir voru í Evrópusambandinu. Auðvelt er að finna einfaldar lausnir, sem geta verið einföldun eða rangar lausnir.

Þó verð ég að vera sammála þessum rúmlega helmingi þjóðarinnar, að kannski er okkur betur borgið í ESB, úr því að fólk vill frekar vera þiggjandi þrælalýður en sjálfstætt fólk og stolt. Einfaldlega vegna þess að EES samningurinn og Schengin samstarfið hefur fært okkur hægt og rólega inní ESB. Það er búið að troða okkur þarna inn, næstum því.

Ég hef lengi dáðst að Þjóðverjum, fyrir skipulag þeirra og margt annað.

Ég tel því að ekki sé það alveg vitlaust að lúta þeirra vilja og valdi.

Vandinn er sá að ESB er brennandi hús, eins og Jón Baldvin sagði í frægu viðtali.

Yfirvaldið þar viðurkennir ekki hvernig þar er allt í hers höndum. Flóttamenn, islamistar, þetta eru öflin sem eru að komast til valda innan Evrópu. Evrópsk menning er að deyja út eins og fólkið norræna og germanska. Femínisminn er að drepa Evrópu. Fæðingatíðnin sem er í frjálsu falli sannar þetta.

 


Bloggfærslur 4. júlí 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 112619

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 262
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband