28.7.2024 | 03:18
Enn um hnignun skólakerfisins
Orðið framfarir er notað hvort sem hryðjuverk eru framin eða einhverjar smávægilegar framfarir verða. Við fáum erlendar fyrirskipanir og kerfið hlýðir.
Orð eru fyrir löngu búin að missa merkingu sína í flestum eða öllum tungumálum á Vesturlöndum, því við búum við ómenningu en ekki menningu. Þessvegna er það gott ráð að taka það sem reglu að athuga með sjálfum sér hvort sannleikurinn sé ekki andstaða þess sem haldið er fram í falsfjölmiðlum nútímans.
Eitt sinn bjó mannkynið við þekkingarleysi sem stafaði af ónógum vísindum og lélegum möguleikum á rannsóknum.
Nú býr mannkynið við þekkingarleysi sem stafar af því að Elítan vill halda fólki heimsku, til að það sé þrælkað í hel, og hafi sem minnst völd. Kerfisbundinn ruglingur skilningarvitanna er afleiðingin.
Upphaflega barðist Donald Trump gegn þessu er hann var kosinn 2016. Nú hef ég grun um að hann sé orðinn innlimaður í kerfið, sem er spillt. Þó má vera að hann geri eitthvað örlítið rétt, ef hann verður aftur forseti. Ég efast stórlega um að það verði eins mikið og orð hans bera vott um, eða gjörðirnar á fyrra kjörtímabilinu.
Það má vel segja það með sanni að maður missi síður jarðtengingu ef maður athugar andstæða merkingu margs þess sem fullyrt er og haldið er fram opinberlega.
Þó verður maður að gæta þess að sumt er sannleikur sem maður les og heyrir, eða nálægt því að vera rétt, og fremur rétt en rangt.
Óli Björn í Sjálfstæðisflokknum er meðal þessara fáeinu sem ekki hafa alveg misst alla jarðtengingu. Hann er ekki slíkt fórnarlamb wokeheimsmyndarinnar sem flestir, þannig að hans heimsmynd er ekki á hvolfi.
Því er fyrirsögnin á fréttinni rétt eins og flest sem í henni kemur fram.
Maður fagnar því.
Menn verða einfaldlega að horfa til baka og spyrja sig hvar byrjaði afturförin og hversvegna. Hér einu sinni virkaði skólinn.
Þá er komið að því að ógilda vondar ákvarðanir sem skemmdu. Skóli án aðgreiningar er eitt slíkt fyrirbæri.
Þetta gamla góða er sígilt, agi í kennslustofunni og inni á heimilunum.
Sumar svokallaðar framfarir eru afturfarir. Þjóðfélagsverkfræði sem miðar að eyðileggingu þjóðfélagsins verður alltaf að vera sett fram sem eitthvað nýtt og betra, þótt það sé haugalygi og blekking. Við vitum það. Ekkert kemst í gegn nema það sé sett í jákvæð föt og glæsileg. Það sannar ekki gæði innihaldsins vel að merkja.
Um langt skeið hefur það tíðkazt hér á klakanum og annarsstaðar á Vesturlöndum að prófa ekki hugmyndir sem koma að utan, og jafnvel að efast ekki um þær, heldur taka þær hráar upp sem heilagan sannleika vegna þess að valdið kemur fram með þær, og þeir sem koma úr skólakerfinu.
Drekinn bítur í hala sinn. Skólinn útskrifar fólk, og fólkið kennir eitthvað sem á að vera rétt, en er það ekki endilega samt.
Við sjáum afleiðingar þess að efast ekki um hugmyndir sem hingað eru innleiddar. Sjálfstæðið er farið á haugana. Við lifum við kommúnískt samfélag að því leytinu til, að kerfið er orðið að heilögu fyrirbæri. Það fær líf sjálft. Embættismennirnir þrífast á því að láta báknið tútna út.
Börnin eru orðið aukaatriði, nemendurnir. Aðalatriðið er að koma með nýjar aðferðir til að sem flestir hafi atvinnu. Aðferðirnar eru svo gjarnan til að spilla fyrir og búa til ný vandamál, því ný vandamál kalla á fleiri sérfræðinga. Eins og púkinn á fjósbitanum.
Ekki er tekið mark á neinum nema þeim sem hafa tileinkað sér viðurkennt orðfæri, sem segir gjarnan ekki neitt, er innihaldslaus froða sem þó lýsir valdi, því sú froða er síbreytileg, eftir nýjum "sannleika" sem fundinn er upp. (Les:Nýrri blekkingu).
Menn hafa rætt þessi málefni í áraraðir. Ýmislegt er breytt. Eins og lesa má af þessum pistli mínum eru gagnrýnendur orðnir harðorðari, vita betur hvernig vandamálið er, og það má ekki síður lesa út úr orðum Óla Björns og fréttinni um þetta, og mörgum fleiri svona fréttum.
Á sama tíma er deyfðin orðin meiri hjá stórum hluta fólks, og ekki bara gagnvart þessum máli, vanda í skólakerfinu, heldur gagnvart flestu eða öllu.
Fylkingarnar til vinstri og hægri ógilda hver aðra. Heiftin er slík á milli þeirra að erfitt er að koma með framfarir.
Ég veit það ekki, kannski verða engar framfarir í bráð, þetta er dropi í hafið sem ég er að gefa, þessi pistill, en hann sýnir þó að ég fylgist með og læt mér annt um þetta.
Maður veit ekki hvenær framfarir verða. Þær geta komið eins og skriða, úr því að lausnir eru farnar að birtast. Einnig getur verið að afturfarir haldi áfram, ef valdastétt sem kýs stöðnun og afturfarir nær að stjórna.
![]() |
Hnignun skóla staðreynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 28. júlí 2024
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 22
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 443
- Frá upphafi: 152251
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 315
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar