Sökkvandi skip, þessi ríkisstjórn.

Óvinsældabylgjan og reiðialdan er nú farin að skella á Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokknum. Vinstri grænir eru komnir í 5.0%, það er að segja þeir hækka örlítið.

Sósíalistaflokkurinn er hástökkvarinn, 5.9%.

Annars er það markvert við þessa könnun að Miðflokkurinn er að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, og Miðflokkurinn er að verða eini hægriflokkur landsins, eftir sitja Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sem meiri vinstri-jafnaðarstefnuflokkar en sjálf Samfylkingin, sem er ekki síðri hægrikrataflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn núna.

Ég var búinn að spá því fyrir löngu að Sósíalistaflokkurinn gæti tekið við af Vinstri grænum sem aðal raunverulegi vinstriflokkurinn í landinu. Kjósendur Vinstri grænna upplifa sig svikna af þessari stjórnarsetu í hrönnum og því verður tæplega svo auðveldlega breytt, nema gamlir vinir og velunnarar Vinstri grænna rata núna aftur heim í fjósið sitt gamla og föðurhúsin sín þegar Katrín Jakobsdóttir er farin veg allrar veraldar og Natódaðrið er ekki alveg eins æpandi og áður.

Samfylkingin er núna mánuð eftir mánuð með reiðifylgi, lausafylgi og froðufylgi, það er hreyfanlega fólkið sem hefur sezt þar að. Þetta er sama fylgi og Píratar fengu hér um árið í könnunum og gerðu þá einna stærsta flokkinn mánuð eftir mánuð, 2016 held ég það hafi verið.

Reiðifylgið er nú fjölmennara en áður, og þessi hluti kjósenda sem hægt er að sveigja í allar áttir.

Annars ætti Bjarni Benediktsson að líta í eigin barm. Það væri undarlegt ef hann færi ekki að fatta að hans eigin störf og daður við vinstrið og öfgajöfnuðurinn hafa gert flokknum hans þetta.

Hvort er betra að fara með sökkvandi skipi í hafið eða stökkva í hafið og kalla á hjálp?

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 15% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.6.): 45
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 567
  • Frá upphafi: 112121

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 412
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband