Þegar 17. júní var stærsta hátíð Íslendinga

17. júní hefur rýrnað stöðugt frá því fyrir 80 árum. Í dag er það Gaypride vikan sem tekur athyglina og menningarnótt í öðru sæti þar á eftir, en 17. júní er eins og skylda en ekki skemmtun, enda hefur metnaður vinstrisinnaðra yfirvalda í Reykjavík og nágrenni (að meðtöldum Sjálfstæðisflokknum sem er kommúnistaflokkur eða jafnaðarmannaflokkur) verið lítill þegar kemur að 17. júní. Nú verður á yfirborðinu reynt að gera betur, út af 80 ára afmælinu.

Það er lifandi metnaður á bakvið Gaypride, sem eitt sinn var einn dagur en tekur nú yfir heila viku. Aðdáendum Jóns Sigurðssonar dettur þetta ekki í hug, að gera úr þessu "sjálfstæðisviku" eins og ástæða væri til, með skemmtunum og dagskrá, sem gæfi listamönnum nóg að gera í heila viku og skemmtikröftum!

Börnin skynja það vel sjálf hvort metnaður er fyrir hendi eða ekki. Þau skynja líka metnaðarleysið á bakvið 17. júní ár eftir ár. Þau skynja litadýrðina á bak við Gleðigönguna, en þau skynja þreytandi skylduræknina á bak við 17. júní og áhugaleysið í nær öllum.

Svona er nú komið fyrir sjálfstæðinu. Það er fortíð sem hægt er að monta sig af, en vafasöm pæling í nútímanum því það tengist öfgum, segja menningarfrömuðir woke-kynslóðarinnar.

Það fyllerí sem tengdist 17. júní fyrir nokkrum áratugum sýndi að það var líf í deginum.

Þeir sem eru ekta sjálfstæðismenn, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var áður, vilja aðeins að fólk gleðjist á dögum sem tengjast sjálfstæðinu, þjóðerniskenndinni og einhverju slíku.

 


Bloggfærslur 17. júní 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 68
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 883
  • Frá upphafi: 120951

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 682
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband