Sigur sem passar við hvernig Eurovisionkeppnin er

Hántilveran fékk skemmtilega sviðsljósið í Eurovision með þessum sigri Nemo frá Sviss. Þannig heldur Eurovision áfram að vera í fararbroddi þegar kemur að útvíkkun menningarinnar.

Allavega ástum er fagnað í Eurovision og það er ekkert nýtt. Þessi sigur var sigur fjölbreytileikans og umburðarlyndisins og er það vel. Ef Ísrael hefði sigrað þá hefði það kynt undir frekari ólgu ekki bara í Ísrael og múslimaheiminum heldur út um allan heim, þannig að þessi sigur Nemo frá Sviss var hentugri.

Um langt skeið hefur Eurovision verið heimavöllur hinseginfólks eins og Gleðigangan, þannig að þessi úrslit eru í samræmi við það, Nemo er hán og lagið lýsir upplifun og tilveru þannig einstaklings.

Kannski má segja að hitt skyggi á þessa gleði að skuggi stríðsins í Gaza (eða útrýminganna eins og einnig er sagt) minnti mikið á sig í þessari keppni.

Engu að síður finnst mér eins og umburðarlyndið sem kvár njóta gæti minnkað, rétt eins og stríðsógnin hefur aukizt í heiminum með Úkraínustríðinu og Gazahryllingnum.

Þannig að Eurovision lýsir nútímanum eins og hann er.

Það var skemmtileg heimildamynd um Abbasöngflokkinn í RÚV um helgina. Já, þegar Abba sigraði 1974 var menningin þannig, snérist næstum bara um gagnkynhneigðar ástir nema í uppreisnarhópum eins og í diskóheiminum og víðar, en það átti allt eftir að breytast.


mbl.is Sviss vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 152485

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 368
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband