11.3.2024 | 16:37
Fólk vill sína skemmtun
Fólk vill sína skemmtun. Ég gleðst yfir því að hún sem er næstum jafnaldra mín og búin að vera í tónlist svipað lengi skuli loksins ná þarna árangri sem löng þátttaka í undankeppninni hefur verið undirbúningur að.
Þá er bara spurningin, mun ég slá í gegn eða aðrir á mínum aldri, sem höfum verið lengi að og ekki haft erindi sem erfiði? Það fer eftir því hvað maður reynir á sig og nær að troða sér áfram og kynna sig.
Það er ánægjulegt við þetta að hún skuli núna ná þessum árangri og ekki lengur sama unglamb og til dæmis Sigga Ósk. Það sýnir að fólk er ekki dæmt til að vera taparar ævilangt, þótt lengi það reyni einsog rjúpan við staurinn að verða númer eitt og sigra án þess að það takist í fyrstu atrennu.
Þetta er hvatning fyrir suma. Vonandi að lagið nái hátt.
![]() |
Hera fer til Svíþjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 11. mars 2024
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 100
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 587
- Frá upphafi: 152570
Annað
- Innlit í dag: 66
- Innlit sl. viku: 423
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar