Hvernig verður næsta ár?

Þetta ár hefur verið óvenju tíðindaríkt í pólitíkinni. Ætli það sé ekki hægt að búast við vinsældum þessarar ríkisstjórnar næsta árið? Og þó. Eins og ÓG skrifaði um, Inga Sæland og Eyjólfur Ármannson byrja ekki vel með að gefa afslátt af sínum hugsjónum.

Ég get skilið Ingu Sæland, hún ber ábyrgð á því að gera flokkinn "stjórntækann" og mynda traust á honum með því að vera samvinnufús í upphafi, og kannski er rétt að gefa henni séns í 1-2 ár, hvort hún fái þá meira framgengt af kröfunum. Ef ekki, þá er hún orðin of lin.

Það hefur verið fróðlegt að lesa hvernig Ómar Geirsson og Guðmundur Ásgeirsson lýsa sínum túlkunum á bókun 35. Guðmundur er með þeim mönnum sem þekkja stjórnarskrána vel og ýmis lög hygg ég, en ég er samt sammála Ómari, að betra er að sleppa við að samþykkja bókun 35, ef það er hægt. Nú ef hún er hluti af EES eins og Guðmundur heldur fram, þá er það dapurlegt og kannski verður hún þá samþykkt. En eins má spyrja sig hvort ekki sé vilji að fara út úr EES og jafnvel Schengen.

Mér finnst erfitt að skilja rökræður um bókun 35. Það er sagt að hún gangi út á að ESB lög gildi meira en íslenzk lög, þó skrifar Guðmundur að svo sé ekki.

"EES lög gilda nema skýrt sé tekið fram af Alþingi að svo sé ekki", er styzta tilvitnunin í það sem menn hafa á móti bókun 35. Maður hlýtur að vera á móti þessu.

En hinsvegar treysti ég þekkingu Guðmundar á lögum og að þetta sé innleiðingaratriði á EES samningnum.

En Eyjólfur Ármansson og hans "samningalipurð" eru ekki til að auka traust manns á Flokki fólksins. Þetta virðist dæmigert fyrir pólitíkusa sem vilja völd og peninga. Þó samkvæmt meðfylgjandi frétt er hann sömu skoðunar, en ætlar að láta þetta yfir sig ganga.

Að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Eyjólfur ræðir um í þessari frétt að sér hugnist vel er sennilega það rétta. Gott að hann taki fram að hann telji þetta enn stjórnarskrárbrot og að hann hafi ekki skipt um skoðun. En hvenær skal slíta ríkisstjórn og hvenær ekki? Er það ekki rétt ef manni finnst sjálfstæði þjóðarinnar í hættu?

Verst er að Flokkur fólksins er í þessum afleita félagsskap.

Ef Flokkur fólksins hefði myndað stjórn með Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum, þá væri ekki svona þrýst á fólkið í honum að svíkja sínar hugsjónir.

Annars óska ég öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samskiptin hér á blogginu.


mbl.is Bókun 35 enn stjórnarskrárbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 510
  • Frá upphafi: 152094

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 380
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband