23.12.2024 | 14:45
Sólstöðustjórnin, Kristrúnarstjórnin, tek undir að það eru betri nafngiftir en Valkyrjustjórnin
Já maður óskar nýju stjórninni velfarnaðar og að störf hennar verði þjóð og landi til sóma.
Ég hef verið að íhuga þetta valkyrjuheiti og hvernig það kemur úr heiðninni, og ég segi að það gleður mig að fólk skuli leita til heiðninnar en ekki kristninnar og mér finnst það gott, en það er vandmeðfarið. Þegar heilaga og heiðna nafnið Glitnir var notað, þá fór sá banki í þrot, vegna þess hroka sem fólst í því að nota heilagt nafn og heiðið. "Leggið ekki nafn Guðs eða Guða eða Gyðja eða þess upphafna við hégóma", myndi vera rétt að segja.
Satt er það að á tíma heiðninnar ríkti jafnrétti kannski jafn mikið og núna. Þekkt er að konur hafi drýgt dáðir og fengið leyfi til þess á tímum heiðninnar, og þó voru hefðirnar á þá leið að þær sæju frekar um börnin og heimilið.
Þannig að það þarf ekki að sækja í heldrífur og valkyrjur, heldur venjulegar heiðnar konur á tímum heiðninnar norrænu fyrir meira en 1000 árum til að finna fyrirmyndir fyrir svona sterkar konur, en heldrífa er tröllkona sem gegnir sama hlutverki og valkyrja innan lífstefnuhnattakerfisins. Heldrífurnar eru auðvitað okkur nær, við sem erum í Helju og á helstefnujörð.
Vili er sá guð sem getur ýmsu breytt því hann er guð viljans. Hann er bróðir Óðins en minna þekktur. Annars er Baldur guð jólanna og upprisa Baldurs er endurkoma sólarinnar, þannig að þessi vetrarsólhvarfaríkisstjórn rammar sig inn með mjög heiðnum hætti, en hvort það verður henni og þjóðinni til gæfu á svo eftir að koma í ljós og ekki er það víst, því við byggjum á glæpum síðustu ríkisstjórna, gegn mannkyninu og þjóðinni og náttúrunni.
Það verður ekki svo auðveldlega komizt útúr því öllu. Sízt verður komizt undan refsingunum fyrir að fækka þjóðinni með getnaðarvörnum, fóstureyðingum og inngripum í líkamana með aðgerðum margvíslegum sem brjóta gegn náttúrunni og Guði.
Pistillinn "Sólstöðustjórnin" eftir Jón Magnússon var mjög góður og einn af þeim betri sem hér hefur verið ritaður á þessu bloggsvæði.
Ég tek undir með Jóni að það er ekki heppilegt að kalla stjórnina Valkyrjustjórnina. Við erum ekki öll dauð enn. Skapanornastjórnin væri jú skár við hæfi, en þó verið að leggja nafn guðlegra vera við hégóma, þannig að "Sólstöðustjórnin" er meira við hæfi.
Fráfarandi ráðherrar óska nýjum velfarnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. desember 2024
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Sólstöðustjórnin, Kristrúnarstjórnin, tek undir að það eru be...
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 91
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 839
- Frá upphafi: 130124
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 639
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar