Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi Katrínar J. sem þurfti að lúta fyrir peningavaldinu? Kristrún í gervi Bjarna og Þorgerður í gervi Sigurðar Inga?

Aftur fáum við þrjá flokka. Yfirborðsbreyting en ekki innihaldsbreyting? Aftur fáum við tvo flokka sem eru hálfkratískir og hálffrálshyggjulegir og einn flokk þar sem málflutningurinn minnir á vinstriflokka en verkin á frjálshyggjumenn.

Viðreisn er klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. Báðir flokkar eru hægrikrataflokkar, en Sjálfstæðisflokkurinn með djúpar rætur í þjóðernisíhaldi og þjóðernishyggju sem ekki á upp á pallborðið nú á dögum eins og þá. Viðreisn hinsvegar ESB flokkur, sem felur þá ásýnd sína núna vegna þess að ESB er í kreppu og helztu löndin þar.

Samfylkingin er jafnaðarflokkur eins og Framsókn Sigurðar Inga. Jónas frá Hriflu átti drjúgan þátt í að stofna báða flokkana - ef við tökum Samfylkinguna sem beinan afkomenda Alþýðuflokksins. 1916 kom Jónas frá Hriflu að því að stofna Alþýðusamband Íslands og Alþýðuflokkinn, og árið eftir kom hann að því að stofna Framsóknarflokkinn, og varð formaður hans í 10 ár.

Samvinnuhugsjónin er sameiginleg Samfylkingunni og Framsókn, og ákveðin jafnaðarmennska. Áherzlan á bændur og þjóðmenningu er þó tilviljanakenndari í Samfylkingunni en regla frekar en undantekning í Framsókn.

Flokkur fólksins er blanda af vinstrigildum og hægrigildum. Fólk kaus þann flokk núna sem var orðinn þreytt á vinstrinu, býst ég við.

Verður þetta Elítustjórn? Áherzla á þá ríku en ekki jöfnuð? Verða örlög Ingu Sælands sömu og Katrínar Jakobsdóttur urðu, að verða óvinsæl eins og hennar flokkur, fyrir að gefa of mikið eftir, og breytast í liðsmann fjármagnsflokkanna?

Ef það gerist, þá verður Flokkur fólksins að engu eins og aðrir flokkar sem fóru þá leið.

Ekki er nóg fyrir Ingu Sæland að tala um fallega ríkisstjórn, ef landsmenn verða ekki sammála henni um það.


mbl.is Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 728
  • Frá upphafi: 129843

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband