5.11.2024 | 02:49
Kosningaúrslit í Bandaríkjunum - mjótt á munum
Kosningarnar í Bandaríkjunum á morgun, eða í dag réttara sagt, eru spennandi. Samkvæmt sannfærandi spekingum á RÚV í Silfrinu í gær liggur straumurinn af kjósendum frá Trump til Harris nýlega vegna þess að Kamala Harris minnti á að kosningarnar væru leynilegar, og beindi þeim orðum sérstaklega að konum sem hafa kosið Repúblikana, en vilja margar núna kjósa Demókrata til að styðja þungunarrofsáherzlur þeirra.
Þetta virðist hafa virkað því margar kannanir sýna minnkandi stuðning kvenna við Repúblikana út af þessu máli.
Það eru gömul sannindi að fólk kýs oftast um mál sem standa því næst. Fátt stendur kannski konum nær en að ráða yfir eigin líkama á þennan hátt, að geta farið í fóstureyðingu. Ég get að mörgu leyti skilið það. Þetta er fyrir milljónir kvenna spurning um að geta hugsað um starfsframann óhindrað og en í einhverjum tilfellum snýst þetta um að barnið verði fatlað og því sé vart hugað líf, eða að aðstæður foreldranna séu ekki hagstæðar.
Elín Margrét Böðvarsdóttir á Stöð 2 steig inní pólitíkina með afgerandi hætti í síðasta mánuði, 30. október síðastliðinn, þegar hún tók viðtal við þá fjóra pólitíkusa sem eru líklegastir til að vera andvígir þungunarrofi á Íslandi af flokksformönnum, í Pallborðinu á Vísi. Þetta varð að frétt í DV sem vakti athygli. Hún tók viðtal við Bjarna Benediktsson, Arnar Þór Jónsson og Sigmund Davíð og Þorgerði Katrínu.
Þrátt fyrir að þau hafi verið föst fyrir og lýst andúð á löggjöf Svandísar sum beint eða óbeint, þá reyndu sumir að svara ekki spurningunni.
Síðan á RÚV í leiðtogaumræðunum föstudaginn á eftir var á þeim íhaldssömu að heyra að ekki stæði til að hrófla við fóstureyðingalöggjöfinni hennar Svandísar frá 2019, sem ég vil kalla alræmda, en það orð getur bæði haft neikvæða og jákvæða merkingu. Það þýðir bókstaflega að vera mjög frægur, en hefur fengið neikvæða merkingu í huga flestra samt.
Elín Margrét er kannski væntanleg í pólitíkina eins og margir fjölmiðlamenn sem hafa farið þá leið, hún mun hafa lært þau fræði. Allavega var þetta viðtal mjög pólitískt.
Elín Margrét sem hægrisinnuð kona og sjálfstæðismanneskja veltir þessu sennilega mjög fyrir sér, hvort íslenzk pólitík geti farið í sömu skotgrafir og í Bandaríkjunum. En jú, málið er að Ísland er miklu femínískara samfélag en það bandaríska, en allt getur gerzt síðar á báða vegu - til vinstri og hægri vel að merkja.
Hvers vegna hef ég tekið þá afstöðu að vera mótfallinn fóstureyðingum fyrst ég skil afstöðu margra kvenna? Jú, það er vegna þess að sumt finnst mér ekki spurning um vilja einstaklingsins heldur spurning um þörf þjóðfélagsins fyrir nýja þegna og nauðsynleikann á því að kynþátturinn viðhaldi sér, sem alltof fáir skilja til fulls.
En það eru stórar spurningar sem vakna í sambandi við hvort Kamala Harris sigrar á morgun eða Donald Trump.
Hér eru nokkrar stórar spurningar sem skipta máli:
1) Mun feðraveldis-kirkjuskoðunin deyja út þess efnis að banna fóstureyðingar ef Donald Trump tapar?
2) Munu kvenréttindi í Bandaríkjunum bera óbætanlegan skaða af því ef Donald Trump sigrar á morgun og jafnvel mannréttindin yfirleitt á heimsvísu eða að minnsta kosti í Bandaríkjunum?
3) Hvernig verður efnahagur Bandaríkjanna ef Kamala Harris sigrar? Eða ef Donald Trump sigrar?
4) Mun rasismi eflast og verða enn meira áberandi í Bandaríkjunum - ef rétt er að Trump sé fasisti eða rasisti - ef hann sigrar í kosningunum?
5) Hvernig verður utanríkisstefna Bandaríkjanna ef Donald Trump sigrar, eða Kamala Harris? Úkraínustríðið, Gazahryllingurinn?
6) Hvað verður um Nató ef Donald Trump sigrar, eða Kamala Harris?
7) Átökin við Kína og öll hin BRICS löndin, hvernig verður útkoman? Friður eða áframhaldandi viðskiptastríð? Aukin fátækt í Bandaríkjunum eða sigur í efnahagsmálum og iðnaði, framleiðslu, útflutningi?
8) Kvenréttindi, mannréttindi, stuðningurinn við Ísrael. Mun stuðningurinn við Ísrael dvína ef Kamala verður næsti forseti? Mun Trump leiða Ísrael til sigurs eins og sumir halda og þannig að öfgamúslimar verði minna til vandræða?
Það áhugaverða við þetta er að eldheitu og brennheitu málin snerta þessar kosningar mjög mikið.
Wók-hreyfingin held ég að sé ódauðleg og Me-too-hreyfingin, eins og femínisminn. Þessi öfl eru of sterk á Vesturlöndum til að tapa með sigri Donalds Trump. Það myndi verða bakslag já, rétt eins og með sigri Rússa í Úkraínu, en tap er ekki mögulegt held ég, erfitt að sjá fyrir sér að konur verði neyddar aftur inná heimilin, jafnvel þótt ég vilji það.
Ég held að ef Donald Trump sigri sé einmitt meiri möguleiki á því að það verði svanasöngur og endanlegur dauði feðraveldisins og karlrembunnar, að minnsta kosti í Bandaríkjunum.
Konur stjórna ekki heiminum, en heiminum er stjórnað í gegnum konur. Það er munur á því. Þeir andar sem stjórna heiminum stjórna honum í gegnum konur, á Vesturlöndum að minnsta kosti.
Ef Kamala Harris verður næsti forseti Bandaríkjanna tel ég líklegt að sá andlegi kraftur sem fylgir Donald Trump og hans fylgismönnum muni fara annað, og þá jafnvel til Evrópu.
Öfgarnar sem vinstrið hefur keyrt sig útí þarna í Bandaríkjunum, þær munu sennilega verða svo óvinsælar af svo mörgum að Demókratar muni tapa á því til frambúðar. Þannig að það gæti verið verra fyrir "kvenréttindi" og "mannréttindi", öfgafyllstu tegundirnar, ef Kamala Harris verður næsti forseti.
Það er nefnilega ófrávíkjanleg regla að sú pólitík sem sigrar verður óvinsæl í kjölfarið.
Joe Biden gekk ekki alla leið.
Smá útúrdúr.
Joe Biden gengur eins og spýtukarl! Hann fetar sig áfram eins og 130 ára gamalmenni, með ófimar hendur útréttar, eins hrumur og hægt er að ímynda sér.
Það er einhverskonar stórfurðulegur húmor að láta hann í framboð fyrir Demókrata gegn Trump og hafa hann forseta í öll þessi ár!
Þannig að öfgar Demókrata munu þá fyrst koma í ljós ef Kamala Harris verður næsti forseti þar vestanhafs.
Ef Donald Trump tækist að koma á friði í Úkraínu yrði það mjög til bóta, jafnvel ef friður kæmist á milli Ísraelsmanna og nágranna þeirra.
Manni finnst hverfandi líkur á friði með Kamölu sem forseta, það hefur verið reynt og ekki gengið, en stríð hafa byrjað í heiminum undir forystu Bidens sem forseta.
Sko aðalmálið sem fólk hugsar um það eru fóstureyðingar, flóttamannamál, efnahagsmál og slíkt.
En það verður að hugsa pólitík sem langtímamarkmið.
Ef konur eru hræddar um að réttindi þeirra til að fara í fóstureyðingu í öllum heiminum séu í hættu út af hugsanlegum sigri Trumps, þá þarf að rökstyðja það betur.
Til dæmis má sjá það mjög vel af viðtali Elínar Margrétar í Pallborðinu á Vísi, að konur ráða þessu algjörlega, fyrst þessir valdamiklu formenn urðu að bakka með þetta og segja að það standi ekkert til að breyta þessu til fyrra horfs. Það held ég að hafi gert alveg út um þetta á Íslandi í nánustu framtíð að minnsta kosti.
En það er eins og fólk segir, klofningurinn í heiminum heldur áfram hvort sem Kamala eða Donald ná að sigra.
Mjótt á munum degi fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 5. nóvember 2024
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 17
- Sl. sólarhring: 138
- Sl. viku: 625
- Frá upphafi: 133096
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 475
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar