Kannanir sýna aftur og aftur ESB flokkana með um það bil 40% fylgi.

Ný könnun í gær sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn nær sér ekki á strik, 13%, og VG er botnfrosinn flokkur sem er með 3-4% en Sósíalistar gætu náð inn fólki, Viðreisn er enn hærri en 1. nóvember í þessari frétt, 19% og Samfylkingin á svipuðum stað. Samtals um 40% fylgi, nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn einn gat fengið hér einu sinni þegar landsmenn voru mjög hægrisinnaðir.

Ef kosningaúrslitin verða svona er það ákall um ESB-inngöngu. Flokkarnir sem hötuðu ESB hafa líka eyðilagt sig á svikum við sína kjósendur, VG og Sjálfstæðiflokkurinn.

Miðflokkurinn dalar, Sjálfstæðisflokkurinn fastur í 13%. Jafnvel þótt hann myndi fá 18% í kosningunum, þá er það ekki ásættanlegt fyrir marga gamla sjálfstæðismenn sem vilja hafa þetta öðru vísi. Það veldur keðjuverkunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer niður fyrir 20% þröskuldinn, þá hverfa margir vanafastir og áhrifagjarnir frá borði sem eru vanir að styðja sterkasta flokkinn, fara yfir í Viðreisn eða Samfylkingu.

Því má segja að Katrínarstjórnin hafi verið örlagavaldur, eða kannski var það Svandís Svavarsdóttir ein sem ber ábyrgð á því að rústa Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum, fyrst með fóstureyðingamálinu, svo með Hvalveiðibanninu, og margt fleira hefur verið umdeilt, Þríeykið og bólusetningarnar og fleira og fleira.

Pabbi minn er jafnaðarmaður, mitt föðurfólk kaus Alþýðuflokkinn áður, nú Samfylkinguna, eða margir þar.

Ég er áhugasamur um ESB inngöngu af sumum ástæðum.

Ég ber virðingu fyrir Þjóðverjum. Þeir eru þjóð Foringjans, Hitlers, þeir eru agaðir, gamla hámenningarþjóðin í Evrópu sem Íslendingar fóru til að læra í áður fyrr margir.

Einnig finnst mér það kostur að ESB býður uppá lágt vöruverð og vöruúrval.

Úr því að stjórnmálamenn okkar hafa klúðrað sjálfstæðinu, af hverju þá ekki að ganga alla leið, og fara inní ESB? Er það ekki mátulegt á gjörspillta stjórnmálastétt og alþýðu sem hefur svikið sjálfa sig með því að kjósa sömu vonlausu pólitíkusana aftur og aftur, eða einhverja verri?


mbl.is Ný könnun: Fylgi Viðreisnar eykst og eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 78
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 152061

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 397
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband