Alls staðar er eymdin

Annar hljómdiskurinn minn, "Hið mikla samband", frá 1999, var allur með lögum og textum eftir mig. Lag númer 2 heitir "Alls staðar er eymdin." Þessi boðskapur ætti alltaf að vera fólki nærtækur þegar fréttir eru sagðar. Hann gefur okkur nefnilega aðra sýn á málin, þá sýn, að við verðum sjálf að ráða hverjum er hægt að hjálpa, því ekki er hægt að hjálpa öllum í einu, það er bara staðreynd.

Þegar RÚV segir fréttir af fólki sem þjáist þá fylgir oft þeim fréttum ómeðvituð skylda sem hljómar svona: "Áhorfendur góðið, þið ættuð að hafa samúð með þessu fólki. Þarna er eymdin meiri en annarsstaðar."

Eins og fram kemur í þessari frétt þá er viðbúnaðarstigið hátt í Noregi vegna átaka á milli múslima og gyðinga þar í landi.

Það málefni er jarðsprengjusvæði, og erfitt að sjá hvernig hægt er að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs, sem sjaldan hefur verið eins stigmögnuð og núna.

En þessi frétt sannar enn einu sinni það sem Jón Magnússon lögmaður og bloggari og fleiri hafa fjallað um, að það fylgir því áhætta að leyfa fólki að setjast hér að, sérstaklega þegar það kemur úr þjóðfélögum og löndum þar sem stríð eða átök geisa.

Ein lína í þessum söngtexta mínum er svona:"Mennirnir velja það ranga."

Já, hvort sem það er hægt að sanna það eða ekki þá hafa margir tilfinningu fyrir þessu. Hvort sem það er í kosningum eða daglega lífinu, þá er þetta svona. Á svo mörgum sviðum getum við sagt að ekki sé verið að velja rétt.

Þá vakna spurningar, hverjir hafa áhrif á okkur? Tökum við afstöðu sem byggist á víðtækri þekkingu, eða tökum við afstöðu sem byggist á litlum úrtakshópi og bergmálshelli?

Í þessum söngtexta mínum sem er á blúsformi, þá gætti ég þess að taka ekki afstöðu til deilumála með beinum hætti, heldur var ég með almennar setningar rétt eins og Bob Dylan gerði í sínu frægasta lagi, sem heitir:"Blowing In The Wind."

Það er bara misjafnt hvort lög fjalla um eitthvað sérstakt málefni eða hlutina í heild.

En það sem mér finnst þreytandi og rangt, það er þegar fólk þarf alltaf að vera að bítast og rífast um það hver sé betri en annar. Einnig finnst mér það óþolandi að maður sé kallaður siðlaus ef maður tekur ekki einhverja afstöðu sem ákveðinn hópur vill að maður taki.

Í Biblíunni sagði Jesús Kristur:"Enginn er góður nema guð". Þetta finnst mér mjög merkileg og rétt setning, eins og svo margt sem eftir honum er haft.

Það er bara mjög hættulegt ef þjóðir geta ekki ráðið því sjálfar hversu mikið kemur inn af fólki frá öðrum löndum og svo hvaðan það fólk kemur.

Auðvitað hafa Norðmenn gert eitthvað rangt fyrst svona er komið fyrir þeim. Auðvitað hafa Norðmenn verið alltof linir, alveg eins og Svíar!


mbl.is Hryðjuverkaógn í Noregi á næstefsta stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.10.): 24
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 922
  • Frá upphafi: 122698

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 759
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband