Dagur B. Eggertsson er ótvírætt andlegur leiðtogi Samfylkingarinnar og með meiri reynslu en Kristrún, þannig að spenna myndast á milli þeirra. Ekki alveg ljóst hvort þeirra hefur meiri forystuhæfileika, Kristrún eða Dagur

Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar, það er rétt. Hún hefur náð að hífa upp fylgi Samfylkingarinnar og gera hana að stærsta flokknum, sem hún var stofnuð til að verða, en hefur gengið misjafnlega vel að gera að veruleika í gegnum árin. Hún skaut Loga Einarssyni ref fyrir rass í vinsældum heldur betur. En til að gera grein fyrir henni sem stjórnmálakonu þarf að hlusta á það sem reyndir menn segja, og hvað sem Ómar Geirsson segir þá vil ég halda því fram að orð annars bloggara sem ég spurði um hana í spjallþræði séu réttari. Þegar sá sami Ómar og Gunnar Rögnvaldsson og miklu fleiri blogguðu gegn Icesafe og fleiri hlutum vöktu þeir athygli og aðdáun hjá mér, áður en ég varð virkur hér að ráði.

En Gunnar skrifaði um Kristrúnu að hún hafi labbað inn af götunni og óvart orðið formaður, og það er nokkuð góð lýsing, því þjóðin þekkti hana ekki vel, og þó hífði hún upp fylgi Samfylkingarinnar. Einnig mátti skilja á hinum reynda bloggara að slíkt fylgi Samfylkingarinnar geti auðveldlega minnkað mikið aftur og er ég auðvitað sammála því, tel þetta loftbólufylgi, og Samfylkingin hefur farið upp og niður í könnunum og kosningum, hún er þannig flokkur.

Það er svolítið gaman að bera þau Kristrúnu og Dag saman, því þau standa fyrir svo ólíka eðlisþætti í Samfylkingunni. Eðlisþætti skrifa ég, og sneiði þannig hjá enska orðinu "element" sem er notað í þessu samhengi, og þótt setningamyndun mín sé því að engelskri fyrirmynd, þá er þetta það sem á við í þessu samhengi, ég er búinn að gleyma hvernig þetta er orðað á betri gullaldaríslenzku. Þau standa fyrir ólíka eiginleika eða hafa mismunandi ímyndir þegar kemur að kjósendum Samfylkingarinnar. Það er hægt að orða þetta á margvíslegan hátt.

Dagur hefur föðurímyndina en hún hefur ímynd réttlátrar konu og hagsýnnar húsmóður og dugmikillar nútímakonu allt í senn.

Það eru reyndir stjórnmálafræðingar sem hafa lýst því að byrjendalukka sé eitt og reynsla í stjórnmálum allt annað.

Fólk er orðið dauðþreytt á lúmskum klækjarefum í pólitík sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en verður svo partur af spillingunni. Fólk er að vona að Kristrún Frostadóttir sé ekki þannig. Vinsældir hennar byggjast á því að hún talar eins og venjuleg kona en ekki lúmsk naðra.

En hún talaði um að stroka hann út af lista, og miðað við að hann er virðulegur maður, og ef ekki kóngurinn í Samfylkingunni þá allavega erfðaprinsinn þar eða eitthvað álíka voru orð hennar særandi fyrir marga og skiljanlega, jafnvel hrokafull og full af valdasýki af hennar hálfu.

Þegar Dagur B. Eggertsson talaði um þetta í Silfrinu í þessari viku þá fannst mér hann sýna yfirburði sína og hvaða hæfileikar það eru sem hafa gert hann að yfirburðarmanni í íslenzkri pólitík. Þegar hann talaði um að geta fyrirgefið þetta og kastað þessu á bak við sig, þá fannst mér það lýsa miklum karakter, eða miklum mannkostamanni og traustum, virðingarverðum einstaklingi, svo það sé ritað á betri íslenzku.

Leiðtogahæfileikar Dags B. Eggertssonar eru miklir. Ef það gerist í framtíðinni að Kristrún gerir kjósendur reiða eða ósátta við sig, þá getur hann beðið á hliðarlínunni og orðið formaður, og miðað við hæfileika hans til að sigla óskaddaður í gegnum ólgusjó gæti hann siglt þjóðfélaginu og Samfylkingunni langa tíð. Annað mál er að hann lofar kannski of miklu og safnar kannski of miklum skuldum eins og í borginni.

Ég er hjartanlega sammála Eggert Gunnarssyni, pabba Dags um að sonurinn er meiri leiðtogi en þetta fólk sem talið er upp sem ráðherraefni hjá Kristrúnu og flokknum. Ég tel það alveg útí hött að hunza Dag ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn eða leiðir hina nýju ríkisstjórn sem er í vændum eftir rúmlega mánuð eða svo.

Hvort sem þetta útstrikunarmál er minniháttar eða meiriháttar þá finnst mér einnig ástæða til að fjalla um Ölmu og Víði úr Covid-sjónvarpinu þarna á Samfylkingar-listum.

Þau eru full fræg fyrir stjórnmálaþátttöku. Fólk sem er mjög frægt fyrir eitthvað sérstakt, það er skrýtið að sjá það ætla að fara í pólitík. Það sama má segja um Grím Grímsson yfirlögregluþjón og fleiri og fleiri. Þó talaði hann ágætlega í Silfrinu seinast, en mikið til út frá sínu sérsviði og áhugamáli, vissulega.

Þetta útrikunarmál finnst mér gefa mjög ríka ástæðu til að efast um reynslu og leiðtogahæfileika Kristrúnar. Málið er auðvitað það að fólk sem er samherjar í pólitík verður að koma þannig fram að ekki sé efast um að þau séu samherjar en stingi ekki rýtingum hvort í annars bök. Það er ekki traustvekjandi, nema kannski í tilfelli Bjarna og Sjálfstæðisflokksins, þar sem hægrimenn eru þekktari fyrir að virða sterkt foringjavald sem stundum getur virzt grimmdarlegt og getur verið það vissulega oft.

Það kæmi mér lítið á óvart þótt svona uppákomur verði fleiri innan Samfylkingarinnar. Það kæmi mér jafnvel ekki á óvart þótt Dagur B. Eggertsson yrði formaður Samfylkingarinnar eftir hálft ár eða svo vegna einhverskonar vesens eða vandræða á milli þeirra eða einhvers sem hún kann að gera eða segja sem gæti pirrað fólk og hneykslað eða gert það reitt.

Góðir vinur minn sem býr í Reykjavík hefur mikla andúð á Degi B. Eggertssyni og telur hann eiginlega hafa eyðilagt Reykjavík. Já ég veit að Dagur er MJÖG umdeildur.

En ég tel að Dagur hafi gert margt merkilegt, hann hefur gert Reykjavík að meiri túristaborg en hún var, hvort sem fólk er sátt við það eða ekki. Einnig hefur Dagur hrint í framkvæmt mjög mörgu sem hægt er að tengja við umhverfisvernd og græna stefnu, sem ég er hlynntur, og það hefur hann gert af miklu meira harðfylgi og dugnaði heldur en þeir sem hafa unnið fyrir landsmálin, enda hefur hann verið lengur borgarstjóri í Reykjavík en þessir umhverfisráðherrar í landsmálunum. Þó finnst mér Guðmundur Ingi Guðbrandsson hafa reynt sitt bezta og ýmsir aðrir umhverfisráðherrar hafa gert gagn í sínu embætti, sem er þakkarvert.

Dagur B. Eggertsson er bara af allt öðru kalíberi. Það má líkja honum við Davíð Oddsson. Davíð Oddsson var og er jú auðvitað umdeildur eins og Dagur, en samt var stjórnmálaferill Davíðs svona ákveðin sigurganga eins og hjá Degi. Það eru ekki allir stjórnmálamenn sem ná svo langt að fylgja eftir sinni stefnu og móta pólitík og þjóðmál um margra ára eða áratuga skeið.

Er hægt að segja að Dagur B. Eggertsson sé búinn að vera? Framtíðin verður að leiða það í ljós, að vísu.

Ég er svolítið spes með það að mynda mér mínar eigin skoðanir og að vera ekki sammála bergmálshellinum. Gömul nágrannakona úr Kópavoginum sem er nýlega látin, og vinkona ömmu, af gömlu kynslóðinni, hörð sjálfstæðismanneskja, hún þoldi ekki Dag B. Eggertsson og taldi hann hafa eyðilagt Reykjavík, eins og ég hef heyrt frá öðrum líka.

Hér það sem ég skrifaði í athugasemd.

Ég ákvað að bæta því við þennan pistil, það fjallar um nákvæmlega sama efni, en það er ekki hægt að orða það betur en ég gerði í þessari athugasemd, þetta sem ég var að tjá um reynsluleysi Kristrúnar - sem að vísu er spurning um túlkun - en miðað við óróann sem myndaðist út af útstrikunarmálinu, ágætlega skrifað:

 

Gunnar, sá snjalli bloggari var með þetta nákvæmlega á hreinu þegar ég spurði hann útí það í vetur hvað honum fyndist um Kristrúnu Frostadóttur og gífurlegt fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Hann skrifaði eitthvað á þá leið að hún væri nýgræðingur sem kæmi af götunni og það væri annað hvað kæmi uppúr kjörkössunum en skoðanakannanirnar sýndu. Já, hann var með þetta alveg á hreinu enda reyndur og þroskaður. Hann hafði rétt fyrir sér með hana. 

Reyndur stjórnmálamaður hefði treyst á fólkið sem var fyrir. Hún leitar til Ölmu og Víðis, sem voru traustvekjandi í kófinu og svo til Dags (eða leituðu þau til hennar, ég er ekki viss?). Ég held að allt þetta fólk hafi misdökka áru hjá almenningi og sé umdeilt. Flokkurinn stækkar ekki endilega með svona fólki.

Nú bætir Kristrún gráu ofaná svart með því að móðga það fólk sem styður Dag með því að segja að strika hann út af listanum.

Nýgræðingar í pólitík tala eins og venjulegt fólk - og getur fengið fylgi í skoðanakönnunum - eins og Píratar hér um árið, 2016. Síðan þegar á reynir þarf reynslu stjórnmálamannsins. Sem sé, mikið af fylgi Samfylkingarinnar er loftbólufylgi og laust fylgi sem fer annað ef eitthvað bjátar á. Maður mátti segja sér það.

Missir að Birgi Ármannssyni. Flokkarnir verða lausir í sér ef reynsluboltarnir hverfa.

Vel að merkja, þetta kemur allt í ljós eftir kosningarnar, en allavega hefur Samfylkingin eitthvað dalað í nýlegum skoðanakönnunum.

Þetta verða spennandi kosningar. Samfylkingin hefur náð að endurnýja sig. Það er merkilegt.


mbl.is Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 201
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 124887

Annað

  • Innlit í dag: 183
  • Innlit sl. viku: 678
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 177

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband