Tæknin er komin útí öfgar

Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að við séum á feigðarbraut hvað varðar hátækni óþarfa og skaðlega.

Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér að ef peningar hverfa úr umferð getur allt bankakerfið hrunið, þetta rafræna, og fólk lendi í rosalegum vandræðum. Ef allt fjármagn styðst við vefsíður sem geta hrunið, þá er þjóðin á afleitum stað.

Það sama á við um allskyns öryggismál og orkumál sem styðjast við tölvur og hátækni. Ef þetta getur hrunið vegna árása, þá er tæknin vandamálið og þarf að fara til baka - ekki í meiri og sérhæfðari hátækni og tölvustýringar.

Eins er það með ýmis kerfi sem áður voru trygg, þau eru núna undir stjórn tölva og stýrikerfa! Þrátt fyrir ótal aðferðir til að koma í veg fyrir kerfishrun, þá er almenna reglan sú að eftir því sem tæknivæðingin er meiri og smáatriðin í sérhæfingunni, þeim mun auðveldara er að láta spilaborgina hrynja.

Það versta er að fólk hefur ekkert um þetta að segja, eða lítið, það er kallað gamaldags ef það heldur ekki áfram á feigðarbraut tæknivæðingarinnar sem er fyrir löngu komin útí öfgar.

Sjálfsafgreiðslukassar í búðum er nú ein þvælan, og jafnvel hversu lítið seðlar eru notaðir, þetta kann ekki góðri lukku að stýra.

Við, almenningur, við erum peð, við erum arðrænd, við erum eins og þrælar og ambáttir sem höfum ekkert eða lítið sjálfstæði á þessari hátækniöld.

Það sem vantar er að einhver stjórni með viti hérlendis. Allir eru gapandi hálfvitar sem segja já og amen, hlýða útlendum stöðlum frá ESB eða álíka stofnunum.

Þegar upp koma gallar í kerfum vegna þess að of mikið er treyst á gervigreind og hátækni sem er viðkvæm fyrir árásum, þá segir sig sjálft að þannig kerfi á að leggja niður og koma með eitthvað einfalt í staðinn sem ekki er hægt að eyðileggja auðveldlega.

Gervigreind er staðreynd, það er ekki rétt hjá Gunnari Rögnvaldssyni að hún sé uppspuni og stormur í vatnsglasi.

Gervigreind er vandamál nú þegar, því fólk hættir að þroskast, það treystir of mikið á vélar og tækni.

Hversu mörg svona atvik þurfa að verða áður en landsmenn fara aftur að ná stjórn á lífi sínu, og alvöru ráðamenn og stjórnmálamenn spyrna við fótum gegn óþarfri og vondri oftækni?

Stjórnmálamenn nútímans eru ekki stjórnmálamenn, heldur þrasarar um ekki neitt og stimplavélar fyrir erlent vald.

 


mbl.is Heimilistæki sums staðar eyðilögðust við höggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk skvaldraði og masaði á tónleikum með Kris Kristofferson, það kom mér á óvart, og hélt að fólk gerði slíkt ekki þegar heimsfrægir menn væru annarsvegar.

Bob Dylan hefur sungið nokkur lög eftir þennan leikara og tónlistarmann. Sennilega kynntust þeir þegar þeir léku í myndinni "Pat Garrett and Billy the Kid" frá 1973.

En þegar RÚV sýndi myndband með honum þar sem hann hélt tónleika á Íslandi, þá kom mér á óvart að heyra mátti skvaldur og blaður í fólki á meðan hann söng. Sérstaklega mátti heyra gaggandi og háværar kvenmannsraddir eins og í hænsnum.

Þetta er nú aðalástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil.

Ég hef verið viðkvæmur fyrir því í gegnum tíðina að oft hefur verið skvaldrað inni á þessum skemmtistöðum eða annarsstaðar þar sem ég hef troðið upp, eða spilað á tónleikum, og hefur það latt mig til að halda áfram, og að nenna þessu. Ég hef tekið því þannig að Íslendingar taki mér ekki nógu vel.

Reyndar hef ég einnig oft fengið frábærar viðtökur, en þá frekar vegna laga sem fólk þekkir og tekur undir í, og maður er misgóður á tónleikum, þannig er það bara, og salurinn misgóður, stuð misgott og stemmning. Maður ræður ekki við það.

Þegar túristar og enskumælandi hafa verið í meirihluta í salnum hefur það ekki verið til bóta og fólk skvaldrað meira, því ég syng flest lögin á íslenzku.

Ég hefði nú haldið að Íslendingar væru kurteisari við heimsfræga tónlistarmenn eins og Kris Kristofferson. Upptakan sem RÚV spilaði hún sýndi að svo er ekki. Kannski erum við Íslendingar bara svona ókurteisir, illa uppaldir og óagaðir, öfugt við Þjóðverja og Japani, svo nokkrar agaðar þjóðir séu nefndar.

Ríó Tríó gerði eitt lag frægt eftir Kris, "Eina nótt", 1976, við texta Jónasar Friðriks. Annars samdi Kris fjölda slagara sem urðu heimsþekktir. Blessuð sé minning hans, góður tónlistarmaður og leikari.


mbl.is Kris Kristofferson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 31
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 458
  • Frá upphafi: 121286

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 319
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband