Frægðin fer að nálgast, ljóð frá 8. október 2007.

Úr moldum skríða myrkurlátir synir,

hin mikla trú þig veiddi á hverri jörð.

Hvort valdi líf af villu sem og hinir?

Einn vegur þokast, firrukenning hörð.

Skólalaus og skyldum firrtur,

skil þó enn að sé ég virtur,

Sem og syng í þögn,

sífellt berast gögn.

Kallar á mig hetjan harða þín,

heiminn verð að kanna enn,

Segja þær að geri gagn

nær geta ekki þagnað rangir menn.

Finndu meira magn,

unz máninn rétti skín.

 

Á skjánum röfla skjátur þrútnar, betri,

og skyndilega fyllir ástin mann.

Er lausnin þín í lostafullum vetri?

Æ leigður þræll er verri, ei það kann...

Vinskap þarf í veröld kaldri,

verð ei þekktur enn af galdri,

eina fyndi enn,

ætíð vakna menn...

Einhver stúlka opnar sínar dyr,

æpir:"Þar er breyting hans!"

Aðeins hetjan getur gert

góðverk slík í fjarlægð reglumanns...

Holdið blítt og bert,

bara skildi ei fyr...

 

Þá heyrast raddir: "Frægðin fer að nálgast..."

æ finndu mál og gefðu það svo út!

En draumar gamlir sér í lagi sálgast,

ef sinnir fjöldinn ekki að væta klút...

Ó Fjóla, þú ert fremst í huga

fyrst þú veittir lof þá smuga

honum þókti hörð,

á hatursfullri jörð.

Ástúð þarf, ei frekar hennar fýsn,

fjalla þær um græðgi og kvöl...

Messíasinn meiri ert þú,

mundu að allir þurfa sanna völ...

Ekki aftur trú,

alheimskenning, býsn...


Bloggfærslur 30. janúar 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 152939

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 519
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband