28.1.2024 | 00:06
Allir vilja egó sýna, ljóð frá 16. september 2017.
Tilgangslaust, hefði varla vanda breytt...
veiðimenn slást um þær lendur.
Aftur kemur arga sálin þreytt,
einkagróðar skipta um hendur.
Ekki sama sinnis,
sjáðu þá píratann vakna.
Aðeins allt til minnis,
Einskis vil ég sakna.
Allra guð er egó Satans,
ertu í heimi snauða ratans?
Einangrast kynin, básar blasa við,
baulandi húðflýrur gegna.
Ekki um hana aftur frekar bið,
aðeins þekki skessu fegna.
Ólík, aðeins masar,
áhuginn varla til staðar.
Krukkan krefst margs, þrasar,
konur voru glaðar.
Þú ert nóg, og þetta segja,
þannig viljann niður beygja.
Samskiptin alveg horfin, hatur eitt,
Hugmyndafræðin er lokuð.
Gæfan fólki getur ekki breytt.
gamla brekkan nýtist mokuð.
Sig ei mótar sorgin,
samskiptin léleg sem áður.
Hefur her séð borgin,
hennar missir skráður.
Allir vilja egó sýna,
eða grimmdarviljann brýna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. janúar 2024
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Með fækkun bónda og sauðkinda eru íslenzkir (ó)ráðamenn að ge...
- Eru dægurlög úrelt um málefni líðandi stundar sem eru orðin m...
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 25
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 703
- Frá upphafi: 158926
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 492
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar