Hvernig getur Dagur B. Eggertsson komið öllum þessum umdeildu málum í gegn?

Dagur B. Eggertsson er einn öflugasti leiðtogi Samfylkingarinnar hvaða skoðun svo sem fólk hefur á honum. Það mætti vel kveða sterkar að orði og fullyrða: Hann er þeirra langsterkasti leiðtogi. Þetta sést bezt á því að hann keyrir áfram áætlarnir sem margir eru mjög andvígir og er fær um það, þótt hrikti mjög í stoðunum að vísu.

Hann hefur sannfært mig talsvert um að hann hafi gert eitthvað rétt í Reykjavík. Helzt var ég efins um stjórnsýslu hans þessi ár þegar miðbærinn var sundurgrafinn og erfitt að komast leiðar sinnar. Það verður nú að viðurkennast að margt er glæsilegt sem eftir hann liggur og frágangurinn snyrtilegur og aðlaðandi. Nýju hverfin nálægt Hörpu eru sérlega útlend í útliti og glæsileg, en snobbbragurinn á þeim er ekki ógagnrýniverður.

Ég held að það sé alveg pottþétt að Dagur B. Eggertsson hefur gert meira fyrir ferðaþjónustuna í landinu en flestir aðrir, miðað við að Reykjavík er langstærst bæjanna íslenzku (við eigum tæplega eða ekki borg á erlendan mælikvarða) og helzti segullinn á túristana sennilega, og bölva honum ábyggilega margir fyrir það, sem láta túristaflauminn ógurlega fara mjög í taugarnar á sér, og það eru sífellt fleiri samkvæmt könnunum, að vísu.

Samt þegar ég les svona fréttir eins og þessa finnst mér hann öfgamaður, þegar hann talar um að "frekari þétting sé sízt of mikil." Ég er bara sammála þeim sem vilja dreifbýli frekar en þéttbýli, og mér finnst rangt að herma eftir útlöndum og fá hér alveg sömu vandamálin og í útlöndum. Af hverju getum við ekki haft okkar land öðruvísi, og verið sjálfstæðari en önnur lönd, eins og grunnstefna Sjálfstæðisflokksins er?

Samt endar þetta yfirleitt alltaf eins, að þegar Dagur B. Eggertsson er búinn að nauðga sínum áætlunum í gegn með hjálp ráðherranna og ráðfrúnna, þá verða flestir til að lofa hann og prísa og komast á hans skoðun, að allt sé þetta flott hjá honum.

Hvað gerist þegar næsti borgarstjóri tekur við? Vaknar þá fólk upp af þessari vímu persónudýrkunarinnar á Degi B. Eggertssyni og fer fólk meira að spá í hvað þetta kostar, svona ekki ósvipað og þegar miklir faraóar í Egyptalandi liðu undir lok?


mbl.is Frekari þétting „síst of mikil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 153071

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband