5.9.2023 | 02:19
Fyrirsjáanlegur fréttaflutningur af mótmælum gegn hvalveiðum
Vonbrigðin við kvöldfréttir hjá RÚV og Stöð 2 er að þar er gert ráð fyrir því að allir séu vinstrisinnaðir sem njóta efnisins. Fréttir eru valdar til að gleðja vinstrimenn, hinar hunzaðar, þaggaðar niður. Þær fréttir eru lengstar sem varða áhugamál vinstrimanna.
Að þessu sinni voru það fréttirnar um "kvenhetjurnar" tvær sem fóru uppí möstur hvalveiðiskipanna sem tóku mest pláss.
Jú ég viðurkenni réttinn til að mótmæla og er ekki hissa á að erlendir mótmælendur hafi látið til sín taka, en eins og Björn Bjarnason hefur skrifað um var þetta fyrirsjáanlegt og hefði átt að hafa viðbúnað á svæðinu til að fyrirbyggja slíkt.
Í þessum fréttum voru orð látin falla, sem ég man ekki hver sagði, eitthvað á þá leið að hvert hvalslíf væri dýrmætt og að engan hval mætti fella. Hm... það minnti mann ósjálfrátt á eitthvað annað, sem oft er mótmælt vestanhafs, einmitt í Bandaríkjunum, en það eru fóstureyðingar.
Já, þetta er svolítið kómískt. Hér eru erlendar konur að mótmæla hvalveiðum, og gera má ráð fyrir að þær séu því vinstrisinnaðar. Þurfum við því að búast við því að bandarískar konur mótmæli fóstureyðingum sem Vinstri grænir hafa kosið yfir þjóðina, með stuðningi Pírata, en þeim er greinilega miklu meira annt um hvali en mannslíf, hvað þá börn, varnarlaus og ófædd sem geta enga björg sér veitt?
Annað sjónarhorn á þessu er einnig svolítið mikilvægt: Hægrimenn mótmæla fóstureyðingum en vinstrimenn mótmæla hvalveiðum. Af hverju eru vinstrimenn alltaf duglegri en hægrimenn að mótmæla? Þurfa ekki hægrimenn að taka sig á í því?
![]() |
Sögðust aldrei hafa séð langreyði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 5. september 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 22
- Sl. sólarhring: 89
- Sl. viku: 715
- Frá upphafi: 153071
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 554
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar