Rán um hábjartan dag (5. ágúst 2023) fær einnar mínútu frétt í kvöldfréttum RÚV en fjölmargar erlendar fréttir sem varða landsmenn lítið sem ekkert fá 5 mínútur.

Ég bjóst við að fréttir um Íslendinga að skemmta sér um verzlunarmannahelgina tækju allt plássið í kvöldfréttum þetta laugardagskvöld á RÚV og Stöð 2, en fréttir frá útlöndum tóku nær allt plássið. Það er eins og Ísland sé ekki lengur til þegar fréttafólk er annarsvegar.

Örstutt frétt á RÚV í miðjum kvöldfréttatímanum sem hefði áður verið fyrsta frétt á ÖLLUM fréttastofum, tímaritum, sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum. Sú frétt fjallaði um vopnað rán um hábjartan dag, ungir menn á vespu sem ógnuðu fólki með hníf og rændu af því peningum, en voru handsamaðir síðar um daginn og mestallt þýfið fannst.

Ísland var friðsamlegt land mjög lengi. Það er eitthvað nýtt að verið sé að ráðast á venjulegt fólk og ræna það peningum og ógna með hnífi eins og það sé lítið mál.

Það sem er jafnvel enn meira sláandi er áhugaleysið á RÚV og Stöð 2 yfir þessu og víðar.

Það er hvorki nýtt að vopnuð rán séu framin á Íslandi eða ofbeldisverk eins og morð eða líkamsárásir séu gerðar, en það hefur hingað til þótt svo sjaldgæft að því hefur verið slegið upp sem fyrstu frétt einatt, en ekki að þessu sinni og það kemur manni á óvart.

Hvað er að gerast með fréttamennina? Erum við orðin samdauna alþjóðlegri þróun eða hvað?

Annað er mjög sláandi við þetta og það er að þjóðerni árásarmannanna er ekki gefið upp. Það gefur ákveðnar vísbendingar og fólk fer að gruna að það sé gert af ásettu ráði.

Nú orðið er alltaf tekið fram:"Árásarmennirnir voru íslenzkir" ef árásarmennirnir eru af norrænum uppruna, en áður var alltaf tekið fram ef það var öðruvísi.

Nú þegir RÚV ef ekki er um íslenzka afbrotamenn að ræða svo geta má í eyðurnar að þögnin merki kannski minnihlutahópa.

Ef ástæðan fyrir þessu er vímuefnatengdir glæpir þá er það einnig vísbending um að helstefnan í þjóðfélaginu sé orðin meiri en áður.

Fólk setur þetta í samhengi við ástandið í Svíþjóð og víðar, þar sem alþjóðavæðingin er allsráðandi. Það er svo sem alveg vitað að Ísland fylgir svipaðri stefnu og Svíþjóð í flóttamannamálum, og í Svíþjóð hefur það valdið stórskaða og er frægt útum allan heim hvernig ástandið er orðið í því landi. Það verður þó að taka það fram að þetta eru vangaveltur vegna skorts á upplýsingum í fjölmiðlum. Þegar þögn ríkir um þjóðerni eða ástæður eða frekari lýsingar koma getgátur. Að setja þó fréttir ekki í samhengi er þó ákveðin fölsun sem er ákveðin tegund af falsfréttum.

Innfæddir menn eða ekki, það hefur verið viðurkennt af afbrotafræðingum og þeim sem starfa við þetta að óvenjumikið hefur verið um ofbeldisverk og glæpi á þessu ári.

Það er ólíkt mikilvægara fyrir landsmenn að komast að ástæðunum fyrir því heldur en að velta sér uppúr því sem ekki er hægt að breyta í útlöndum.

Ekkert er fjallað um nauðganir á þjóðhátíðum enn sem komið er. Það var fastur liður að fréttatímarnir væru fullir af slíkum fréttum fyrir nokkrum árum. Ætli Stígamót og slík samtök séu búin að kveða þá glæpi í kútinn?

En hvernig stendur á því að íslenzkar fréttir fá svona lítið pláss? Varðar okkur ekkert um hvað er að gerast á landinu?


mbl.is Ein líkamsárás og ljótt slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ætti ég að fermast? Ljóð frá 11. martz 1984.

Þetta er æskuverk, en merkilegt samt. Ég fermdist um þetta leyti.

 

Af hverju ætti ég að fermast?

Uppá gjafirnar!

Einhver Kristur á krossi

krankar ekki gellurnar.

 

Amma getur átt það

og afi - í sál og trúað,

en Kristur á krossi ekki getur

kröfur míns samtíma brúað.

 

Ég efast - það er eðli mitt.

Ég átti þó barnatrú.

Einhver góður guð í skýjum

við gríðarmikla brú.

 

Skeggjaður, gigtveikur greyið,

góður en stundum harður,

alltaf í garðinum að skamma ungbörn sín,

ef ekki fannst þar arður.

 

Mín kynslóð kann ekki við guð,

karlinn er orðinn gamall.

Skapvondur, pirraður perri

sem pínir menn og konur og börn og stundar svall.

 

Þau hlusta á Duran Duran

eða danstónlist, sumir á Wham,

en Bob Dylan bara fyrir mig

og Bubbi, Megas, ekki djamm.

 

Í aldingarðinum Eden

enginn má traðka á plöntum

og bara éta ávexti

sem einræðisherrann gefur og leyfir að fá með skipunum.

 

Aumingja Adam var skammaður

og Eva - og rekin út

fyrir að fá sér epli

forboðin - æ hvílík sút!

 

Ræktaðu þá gamli guð

góðu ávextina þína

fyrir útvalið eðallið

en ekki bræður mína.

 

Utangarðs menn allir sig fíla

og enginn Jesús Kristur því breytir.

Menn brjóta bara meira af sér,

og boðorð hver fólk þreytir.


Bloggfærslur 6. ágúst 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 106
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 159007

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 541
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband