Fyrr á þessu ári lenti póstþjónustan brezka í netárás sem kostaði mikið og olli töfum og leiðindum. Það veit ég því það olli töfum á pakka til Íslands sem ég pantaði þótt ekki hafi það verið í fréttum hér á Íslandi. Hér er vitnað í frétt um truflun á brezkum flugsamgöngum, sú mesta í tæpan áratug og sem mun kosta flugfélög tæpa 17 milljarða íslenzkra króna, eða um 100 milljónir punda. Menn spyrja sig að ástæðunni og fá víst ýmis ólík svör, því verið er að rannsaka hvað þarna var í gangi og það er ekki fullkomlega vitað enn.
Brezka stjórnin gefur út þá tilkynningu að bilunin hafi ekki verið vegna netárásar en hefur fyrirskipað rannsókn á málinu, að sjálfsögðu.
Nú er það svo að Rússar hafa verið sakaðir um að vera alltaf að gera netárásir á Bandaríkin og önnur vestræn ríki, sérstaklega þegar kemur að forsetakosningum og slíku og taldir bera ábyrgð á "röngum" úrslitum kosninga, sem varð þó alveg heimsfrægt þegar Trump varð forseti og uppi voru raddir um að það væri Rússa sök, en fólk hefði því tæplega kosið hann í svona miklum mæli, 2016.
Hvernig skyldi þá standa á því að Bretar lenda í fleiri netárásum eftir að þeir hafa yfirgefið ESB heldur en áður? Eru þar Rússar á ferðinni eða Evrópusambandið, einhverjir hópar innan þess sem gera slíkar árásir með eða án samþykkis yfirvalda?
Hvað á fólk að halda? Í hvernig heimi lifum við? Hvernig er menningin orðin? Margt er rétt í orðum Guðjóns Hreinberg um að menningin sé hrunin, og vert að halda þeim til haga.
Það sem kemur stundum fram í íslenzkum fréttum á RÚV og víðar um að Rússar beri ábyrgð á netárásum á vestræn ríki kann að vera mikil einföldun á miklu flóknara máli, eða þá hreinlega röng áherzla og frétt.
Vesturlönd eru í miklum kröggum og vanda ef þau eru farin að berjast innbyrðis þótt ekki sé nema að þessu leytinu til, að ríki sem fór útúr ESB sé kannski gert erfitt fyrir með þessum hætti.
Svo mikið er víst, að brestir eru víða og þeir eru miklir, og undarlegri eru fréttir ýmsar nú til dags, um veikleika og hnökra þar sem áður maður hélt að allt væri fullkomið, og hafði tröllatrú á þeim löndum og kerfum.
![]() |
Sextán milljarða truflun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 31. ágúst 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Með fækkun bónda og sauðkinda eru íslenzkir (ó)ráðamenn að ge...
- Eru dægurlög úrelt um málefni líðandi stundar sem eru orðin m...
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 106
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 784
- Frá upphafi: 159007
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 541
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar