Grillun mannkynsins og jarðarinnar er ekkert grín

Þegar ég las pistil Geirs Ágústssonar 29. júlí fannst mér ég meiri vinstrimaður en hægrimaður og þessi orð:"Það eru því mikil gleðitíðindi að enn einn fundur umhverfisráðherra og annarra talsmanna umhverfis hafi farið út um þúfur, ekki skilið neitt eftir og orðinn að minningu einni."

Varla get ég verið meira ósammála en þessu.

Í þessum pistli finnst mér Geir - sem ég oft er sammála og tel hann færan um að rita góða pistla oft - hafa farið útí málflutning gegn náttúruvernd sem ekki er réttlætanlegur, sem lýtur lögmálum lýðskrumsins - til að fá hrós frá öðrum hægrimönnum, en innihaldið sé rýrt og vart réttlætanlegt.

Ég hafði ekki geð í mér til að koma með ósammála innskot eða athugasemd eins og Vagn gerir, því mér fannst sannfæring hans (Geirs) slík að það hefði ekkert haft uppá sig.

Alveg finnst mér það fáránlegt að halda því fram að heimurinn þurfi að óttast takmarkanir á notkun jarðefnaeldsneytis en ekki mengunina og hamfarahlýnunina! Þarna finnst mér hann alveg snúa þessu á hvolf!

Fyrir iðnbyltinguna þurfti mannkynið ekki að aka bílum eða sigla skemmtiferðaskipum eða fljúga flugvélum. Ég hef haldið því fram að eina ráðið til að sigra mengunina sé að fara til baka, banna hátæknina og notast við hið einfalda, fyrir iðnbyltinguna. Þetta er eins og fara með fíkniefnasjúkling í afvötnun, að kenna mannkyninu öllu að hætta að nota jarðefnaeldsneyti.


mbl.is Vonsvikinn eftir loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 106
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 159007

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 541
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband