17.8.2023 | 02:36
Mun íslenzka samfélagið sveiflast öfganna á milli, enn sem fyrr?
Ég hef heyrt þær skoðanir frá sannkristnu fólki að það sé rangt að styðja hinseginmálin með því að fara á Gaypride hátíðina, eða gönguna. En það eru nú svo margar hliðar á þessu. Auðvitað finnst manni tilefni til að fagna því hversu sérstakt þetta er, vegna þess að maður gerir sér grein fyrir því að í sögulegu samhengi er þetta sérstakt, að mannréttindi af þessu tagi séu leyfð á Íslandi. Í 2000 ár eða allan þann tíma sem Biblían hefur haft áhrif í vestrænum heimi hefur hinseginfólk þolað ofsóknir, bælingu og kúgun, enda stendur þetta skýrum stöfum í Tórunni, 0g jafnvel öllu Gamla testamentinu, (þar sem gert er ráð fyrir hlýðni við allt Lögmálið í öllu Gamla testamentinu), sem er hluti af Biblíu kristinna manna og er trúarrit gyðinga einkum og sér í lagi. Enn fremur eru þessar skoðanir hluti af islam augljóslega, enda er Kóraninn sprottinn uppúr Gamla testamentinu einnig, lögbókunum og fleira þesslegu ásamt opinberunum spámannsins.
Kristnir menn geta afneitað sögu sinni og þessum fordómum en þetta er nú bara söguleg staðreynd, enda ekki skrýtið, úr því þetta stendur skrifað í Gamla testamentinu.
Ég hef lengi haldið því fram að það sé ómögulegt og útilokað að útrýma fordómum. Þegar ákveðnir fordómar detta úr tízku koma bara aðrir fordómar í staðinn. Mannskepnan er þannig gerð að alltaf er reynt að flokka fólk í æskilega og óæskilega, það virðist hluti af mannseðlinu, enda lærir maður þetta í félagsfræðinni, að jafnvel meðal frumstæðustu ættbálkanna eru úrhrök og fyrirmenni, stéttskipting af einhverju tagi.
Þessvegna eru mannréttindi alltaf afstæð en ekki algild, það er lygi og blekking sem skólað og lært fólk segir í mannréttindamálum og sem starfar við slíkt. Eins og venjulega lifa fræðimenn í fílabeinsturnum og afneita veruleikanum og mannlegu eðli. Þeirra hugmyndir eru fræðilegar og útópískar en ekki jarðtengdar eða raunveruleikatengdar.
Við sjáum þetta svo greinilega á okkar tímum. Nú þegar fordómar gegn hinseginfólki eru bældir eða fordómar gegn öðrum kynþáttum en þeim sem maður tilheyrir þá eru aðrir fordómar mjög ríkjandi, einsog fitufordómar, fordómar gegn geðsjúkdómum, skoðanafordómar af öllu mögulegu tagi, eins og til dæmis fordómar gegn bólusetningarandstæðingum, og þannig mætti lengi telja. Þeir sem afneita því að ekki er hægt að útrýma fordómum gera það í pólitísku skyni, til að styðja við þá pólitík sem nú er reynt að gera allsráðandi, vinstripólitíkina, jafnaðarfasismann, sem er orðinn að kúgunartæki eins og í skáldsögunni 1984 eða Brave New World - eða ígildi hans í þessum sögum, nú eða skáldsögunum eftir Franz Kafka, sem lýstu sjúku og brjáluðu þjóðfélagi stofnavæðingar sem tók lítið mið af einstaklingsþörfunum, og venjulegt fólk lenti í hræðilegum aðstæðum og réð ekki við aðstæður fáránlegar, stundum eins og þær væru manngerðar, stundum ekki.
Þótt verk Kafkas séu ekki alltaf gagnrýni á kommúnískt þjóðfélag, enda skrifuð áður en kommúnisminn sigraði í Rússlandi, finnst mér allavega skáldsagan Réttarhöldin vera í sama anda og sagan 1984 eftir George Orwell.
Þessi verk eru óhugnanleg lýsing á nútímanum, og flóknu regluverkinu, eftirlitsþjóðfélaginu sem kemur betur í ljós, hátækninni, og þessu sem Kínverjar hafa kannski þróað lengst í þessa átt. Stefna Sjálfstæðisflokksins er fullkomlega andstæð svona ófrelsi, eða það var ég alinn upp við að minnsta kosti.
Bloggarinn Arnar Þór Jónsson hefur skrifað framúrskarandi pistla um þetta og vonandi að hann verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, nú þegar Bjarni Benediktsson fær á sig sífellt harðari gagnrýni.
Andstaða eða gagrýni á hinseginmennsku og hinseginmálefni koma frá ýmsum áttum. Það er eitt við þetta sem ég er ekki sáttur við, og það er að þetta minnkar og skaðar barneignamöguleika aríska kynstofnsins og íslenzka kynstofnsins, það eitt finnst mér nóg til að vera andvígur þessu. Mín rök eru ekkert endilega biblíuleg, og þó finnst mér margt í Biblíunni einstaklega rétt en annað alrangt.
Við lifum í biblíulegum heimi. Þótt fólk flykkist úr Þjóðkirkjunni á Íslandi segir það ekki þá sögu að kristilegar hugmyndir séu á undanhaldi. Nei, þær eru að rígneglast æ neðar og dýpra í mannssálina.
Ég hef lengi haldið því fram að það taki vestrænt þjóðfélag um það bil 1000 ár að tileinka sér nýja sið og nýja trú. Þessvegna má segja að jafnvel þegar kirkjan var "alvöld" fram á 20. öldina, í 1000 ár hér á Íslandi og lengur í suðrænum löndum hafi heiðnin verið allsráðandi eða áhrifameiri en hinn nýi siður, því hún gaf kristninni frjómagnið og helgisiðina, heiðnu guðirnir blönduðust Jesú Kristi, dýrðlingum, Maríu Mey eða Djöflinum eða þá erkienglum eða púkum.
Hinsvegar á okkar tímum þegar fólk flykkist úr Þjóðkirkjunni er það orðið gegnkristið og hneykslast á kirkjunni á kristilegum forsendum, þannig séð, en ekki heiðnum forsendum, þótt það haldi það kannski.
Nútíminn er sýndarheiðinn og sýndarsatanískur, en það er bara yfirborðið.
Að lokum kemur hér kannski mikilvægasti parturinn í þessari umfjöllun. Það er Tíðarandinn. Hann er að breytast og verða andvígur hinseginfólkinu, segir það sjálft, allavegana. Ekki var hægt að verða þess var á Gaypride göngunni, því þar var fullt af fólki eins og venjulega og allt fannst mér fara friðsamlega fram, hinir skelfilegu atburðir gerðust þá ekki fyrir allra augum, heldur hafa mjög fáir vitað af þeim í raun.
En segjum sem svo að Tíðarandinn breytist virkilega mikið hinseginfólkinu í óhag. Verður þá hægt að stöðva þær breytingar? Nei, það þarf ekki að vera. Málið er að enginn virðist geta stjórnað Tíðarandanum eða Tízkunni. Þetta virðast leyndardómar, og sama hvernig spekingar eða dulfræðingar spjalla um þetta, enginn veit nákvæmlega hvernig hægt er að stjórna þessum fyrirbærum, eða opinberlega er þetta þannig.
Þegar maður tekur þátt í Gleðigöngunni þá finnur maður um sig hríslast fögnuðinn yfir frjálslyndinu, samkenndina með öðrum, gleðina yfir að vera lifandi í svona frjálslyndu samfélagi, og enn fremur finnur maður svo sterkt fyrir því að þetta er ekki sjálfgefið, að þetta frelsi sé til staðar, þessi forréttindi jafnvel, eins og sumir vilja orða þetta, úr því hinseginfólki hefur verið leyft að verða svona áberandi í nútímanum án þess að amazt sé við því mikið, nema af örfáum, og ekki þannig að raunveruleg lögbrot fylgi því, nema sjaldan, enn sem komið er. Öðruvísi var þetta þegar Hörður Torfason flúði land, þá voru víst hommarnir barðir í klessu reglulega á böllum eða annarsstaðar. Þá sögu hafa margir sagt.
Ég er bara ekki trúaður á svona hraðar þjóðfélagsbreytingar, ég hef á tilfinningunni að þetta sé yfirvarp fjöldans, eða að fordómarnir taki á sig aðrar myndir og finni sér aðra farvegi, að mannseðlið sé þannig og mannssálin.
Við vitum ekki hvernig Tíðarandinn verður. Það er mögulegt að allur heimurinn stefni í fordóma gegn þessum hópum, sem verði harðari en nornabrennurnar og ofsóknirnar á síðustu öld. Það veit þetta enginn með vissu. Það virðist enginn geta stjórnað mannfjöldanum eða Tízkunni, Tíðarandanum. Ef við erum spíritistar gerum við ráð fyrir að þetta sé vættir, lifandi fyrirbæri sem hafa áhrif, og sem við stjórnum ekki endilega, og þá nefnum við þá með stórum staf eins og fólk, einstaklinga.
Það er mjög merkilegt hvernig mannkynssagan er og hvernig hún hefur kennt okkur að þjóðfélög hafa gjörsteyptzt og gjörbreytzt á skömmum tíma, eins og hvernig fordómar gegn samkynhneigðum virtust gufa upp á 10. áratug síðustu aldar, þannig að maður trúir því ekki enn að þannig sé fólk, gjörbreytt.
![]() |
Skoluðu transfánann af götunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 17. ágúst 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Með fækkun bónda og sauðkinda eru íslenzkir (ó)ráðamenn að ge...
- Eru dægurlög úrelt um málefni líðandi stundar sem eru orðin m...
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 106
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 784
- Frá upphafi: 159007
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 541
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar