Tónlistarsnillingurinn Robbie Robertson mun aldrei gleymast, mikiđ og gott efni liggur eftir hann

Robbie Robertson var ágćtur vinur Bob Dylans og vann međ honum á hátindi frćgđar hans frá 1965 til 1974. Hann átti stóran ţátt í ađ fínstilla ţá tónlist sem Bob Dylan varđ frćgastur fyrir á ţessum árum sem gítarleikari hans, ađ vísu međ löngu hléi, frá 1968 til 1973. En áhrifin sem hann hafđi á tónleikaferđirnar 1965, 1966 og 1974 voru ómćlanlega mikil. Bob Dylan var púađur niđur af ţjóđlagatónlistarnördunum 1965 fyrir ađ fara úr kommúnistaádeilusöngvum yfir í popp og rokk, skoriđ á línur til ađ láta hann ţagna á sviđi og slíkt, en í stađinn varđ hann rokkhetja á pari viđ stćrstu rokkhetjur ţess tíma. Stíll hans einkenndist af öskri í léleg hljóđkerfi sumariđ 1965 til 1966, en hann öskrađi ekki bull eins og sumir ađrir heldur vandađa söngtexta og alvöru ljóđ eftir sjálfan sig og gerbreytti tónlistinni, alvöru list komst í tízku, og furđufuglar eins og Andy Warhol nutu enn meiri athygli fyrir vikiđ. Vegna ţess hversu hrátt rokkiđ var á ţeim tíma og hljóđkerfin léleg var ţetta frumpönk, en Rolling Stones auđvitađ međal helztu frumkvöđla ţeirrar stefnu.

Hver tónlistarmađur myndar stíl sinn og ímynd međal annars međ "sándi", eđa "kennihljómi". Kennihljómar Bob Dylans hafa veriđ margir, ţví hann er kamelljón sem hefur leikiđ međ mörgum hljómlistarmönnum á ferlinum. Haukarnir (The Hawks) sem urđu the Band um 1968 spiluđu vandađa ţjóđlagatónlist og rokkabillý og tónlist sem tilheyrđi fleiri stefnum. Ţeir spiluđu allir á mörg hljóđfćri og voru fćrir í ţví.

Ţeir fóru ađ gefa út eigin tónlist 1968, og samvinnan viđ Bob Dylan sem kennara ţeirra skilađi ţessum frábćra árangri, og Robbie Robertson samdi flest lögin ţeirra, og reyndist međ hćfileikaríkustu lagasmiđum í poppinu, en vandvirkni var einkenni hans frekar en fjöldaframleiđsla. Bob Dylan var nokkurskonar gúrú ţeirra og almennur gúrú í Bandaríkjunum og víđar, og er enn.

Robbie Robertson gaf út nokkrar sólóplötur sem allar fengu góđa dóma, en langur tími leiđ oft á milli ţeirra og ţćr eru ekki nema 5 talsins ásamt hljóđrásarplötum fyrir kvikmyndir.

Helzta framlag hans til tónlistarheimsins er án efa viđvera hans í hljómsveitinni "The Band", sem ađalmađurinn í ţeirri hljómsveit og höfundur flestra laganna ţeirra.

The Band er talin ein bezta og sérkennilegasta hippahljómsveitin, međ tímalausa arfleifđ tónlistar sem stenzt ásókn tízkubylgna, vegna ţess ađ hún kom úr sálardjúpi Ameríku sjálfrar, frá ţví fyrir daga Cólumbusar. Robbie Robertson samdi dulrćna texta sem jafnast á viđ hin beztu ljóđ, og inní textana fléttuđust gođsagnir indíána Ameríku, enda var hann af indíánaćttum Norđur Ameríku sjálfur og tók ţátt í ţannig baráttu.

Margt annađ gefur The Band sérstöđu, til dćmis notkun fiđlunnar og ţannig gamaldags hljóđfćra sem voru notuđ á nýlendutímanum og í willta westrinu í Bandaríkjunum.

Auk ţess voru ţarna fleiri góđir lagasmiđir, sem fylgdu ţeim stíl sem Robbie Robertson mótađi. Um 1971 hnignađi hljómsveitinni vegna innbyrđis deilna og vímuefnanotkunar sem var algeng međal tónlistarmanna um ţćr mundir.

Robbie Robertson var sakađur um einrćđistilburđi innan hljómsveitarinnar og ekki ađ ósekju reyndar, en hćfileikamađurinn Richard Manuel framdi sjálfsmorđ 1986, en hann lenti í alkahólisma miklum en hafđi sýnt einstaka hćfileika á fyrstu plötunum til lagasmíđa, en ţeir hćfileikar virtust fara til spillis međ sigri vímuefnanna á honum. Rick Danko fór sömu leiđ of snemma og áttu vímuefni sennilega stóran ţátt í andláti hans fyrir tímann einnig, ţótt hjartabilun hafi veriđ um kennt og opinber ástćđa. Einnig hann var mjög góđur lagasmiđur sem ađeins í upphafi ferils hljómsveitarinnar blómstrađi en ekki síđar. Ađ vísu gaf hann út eina sólóplötu 1977 sem fékk ţokkalegar viđtökur, og hann gat út í samstarfi viđ ađra nokkrar vellukkađar plötur til viđbótar, tónleikaplötur til dćmis.

Fleiri miklir hćfileikamenn voru í The Band, en nú eru ţeir langflestir komnir yfir móđuna miklu og sukkiđ hefur án efa átt mikinn ţátt í ţví.

Robbie Robertson hafđi áhrif á mig í átt ađ náttúruvernd, einhverja dulrćna hćfileika hafđi hann og miđilshćfileika eins og Bob Dylan, og ţađ skynjađi ég; ţótt textar hans fjalli ekki mikiđ um "grćna" umhverfisvernd, slagorđ vinstrisinnanna sem ég tileinkađi mér ungur og fór ađ syngja um dćgurlög, ţá má segja ađ sumar vísanir hans í textunum hans komi úr menningarheimi indíána Norđur Ameríku, frumbyggjanna ţar, ţannig ađ fólk stillist ósjálfrátt til ţeirra áhrifa, virđingu fyrir náttúrunni, samkenndar međ náttúrunni.

Sem slíkur má segja ađ Robbie Robertson sé hetja frumbyggja Ameríku, og fánaberi ţeirrar menningar, einn af mörgum, en áhrifamikill sem slíkur á síđari hluta 20. aldarinnar.

En hann var líka alţjóđleg popphetja.

Ţegar ég var í Menntaskólanum í Kópavogi varđ hippamenningin endurreist međal minna jafnaldra međ Jet Black Joe og slíkum hljómsveitum. Ţá fór mađur ađ hlusta enn meira á tónlist frá Bítlatímanum og síđar, ţótt einnig hafi ţćr hljómplötur veriđ mikiđ spilađar á ćskuheimilinu.

Kannski er hippamenningin sígild, kannski mun hún vakna til lífsins reglulega. Ţađ gerđist einnig fyrir nokkrum árum ađ unglingar fóru ađ klćđast slíkum fötum og hlusta á ţannig tónlist aftur í stađ ţess allra nýjasta.


mbl.is Robbie Robertson látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. ágúst 2023

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 106
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 159007

Annađ

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 541
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband