1.8.2023 | 02:00
Vonlausar ríkisstjórnir munu taka við eins og þessi er, ef ekki er tekið mark á því fólki sem gefur beztu ráðin, og vill rétta við stefnuna
Ég verð að taka undir pistil Rúnars Kristjánssonar um að VG sé orðinn auðvaldsflokkur og menntasnobbsflokkur. Vil ég tengja þá hryllilegu ríkisstjórn sem við höfum einnig greininni frá Frjálsu landi, um að vitfirringin í Bandaríkjunum er orðin slík að Antony Blinken telur kjarnorkustyrjöld ekkert verri en loftslagsbreytingar! Það er þó alveg víst að kjarnorkustyrjöld rústar heiminum, þannig að eftir milljónir ára myndi lífið fyrst aftur taka við sér, og þá yrði mannkynið löngu horfið á vit forfeðra sinna og frumstætt líf taka við að nýju, en um loftslagsbreytingar er að minnsta kosti deilt, útkoma þeirra er ekki 100% vís, þannig að ljóst er að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er jafn klikkaður og hinn elliæri Joe Biden, og virðist þetta NATÓ lið endanlega gengið af göflunum, að láta slíkt útúr sér.
Að ríkisstjórn Íslands skuli styðja svona brjálæðinga eins og í Bandaríkjunum og NATÓ sýnir að Katrín, Bjarni, og Sigurður Ingi hafa fórnað öllu fyrir völdin.
En aftur að pistli Rúnars. Ég er ekki jafn bjartsýnn og hann að Sósíalistaflokkurinn vinni land og þjóð gagn, nema kannski einu sinni, áður en hann spillist, ef hann kæmist í ríkisstjórn. Þótt Gunnar Smári sé flugmælskur maður og virðist með mikla réttlætiskennd, þá hefur hann verið þekktur fyrir að skipta um skoðun, eitt sinn var hann talinn kapítalisti, og vonarstjarna Fréttablaðsins. Það er eitt að vera flugmælskur og annað að kunna að stjórna af réttvísi og ráðdeild.
Innan Sjálfstæðisflokksins eru hæfileikaríkir einstaklingar eins og í flestum flokkum. Bjarni Benediktsson er ágætur fjármálaráðherra, en ömurlegur formaður flokksins, hann hefur komið ömurlegum konum til valda í sínum flokki og öðrum, og hefur sýnt þar fullkomið dómgreindarleysi.
VG er kannski eini flokkurinn sem virðist fullur af nátttröllum sem hafa dagað uppi, og eru nú að framfylgja 20 - 60 ára draumórum femínista og draumórum Grænfriðunga, sem voru alla tíð úr tengslum við raunveruleikann, enda baráttan gegn hvalveiðum sýndarmennska vinstrimanna frá upphafi og tilfinningamál frekar en náttúruverndarmál.
Þannig held ég að innan Framsóknar, Miðflokksins og jafnvel Pírata og Viðreisnar sé stjórnmálafólk sem gæti staðið sig þokkalega vel. Sérstaklega ætti Flokkur fólksins að fá meira fylgi eins og Íslenzka þjóðfylkingin eða Frelsisflokkurinn, nú þegar búið er að opna landamæri Íslands þannig að við förum að fá sömu vandamál og Svíþjóð, Frakkland og Bandaríkin vegna fjölmenningarinnar.
Ég held að almenningur sé versta vandamál íslenzku þjóðarinnar. Hugsjónaleysið, dugleysið, sinnuleysið, deyfðin, skorturinn á þjóðlegri stefnu og metnaði, þetta er að fara með þjóðina, sérstaklega unga fólki.
Skólakerfið er handónýtt og elur upp alþjóðavædda kapítalista sem selja land og þjóð. Stjórnmálamennirnir eru jafn tækifærissinnaðir, svo hvergi er vonin, eða allt að því hvergi.
Jú, vonin felst í því að steypa Katrínu af stóli, og ónýta hryðjuverk fortíðarinnar, tilraunir til að útrýma tjáningarfrelsinu og þjóðerniskenndinni í landinu, þessu sem hjálpar.
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar þarf að vera að ógilda lögin um fóstureyðingar og hafa þau í harðari kantinum eins og þau voru. Einnig þarf að stuðla að því að fólk fari að fjölga sér aftur, fleiri en 2 börn á konu, og menntakerfið þarf að vera með aga eins og áður var, og þannig þarf þjóðlífið að vera einnig, og með metnað, en ekki gapandi af gróðafíkn yfir nýjustu tízkubrellunni sem kemur fram.
Raunverulegur áhugi þarf aftur að vakna á menntun og menningu, ekki þrælamenntun heldur þannig að eitthvað sitji eftir. Taka þarf upp fordæmi Fjölnismanna, ekki sýndarmennsku og sýndarhollnustu við slík stefnumál eins og nú tíðkast hjá þessari ríkisstjórn og öðrum sem voru á undan henni um langt skeið.
![]() |
Óttast klofning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 1. ágúst 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Með fækkun bónda og sauðkinda eru íslenzkir (ó)ráðamenn að ge...
- Eru dægurlög úrelt um málefni líðandi stundar sem eru orðin m...
- Til að losna við wókið þarf MJÖG mikla hægriritskoðun. Wókið ...
- Verða þínar vélar farnar? Ljóð frá 20. nóvember 2015.
- Það er nauðsynlegt að líta 30 ár til baka til að skilja breyt...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 106
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 784
- Frá upphafi: 159007
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 541
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar