31.7.2023 | 02:58
Samkunduhús
"Biskupsmálið vekur furðu" er DV frétt frá 25. júlí síðastliðnum, - og nafn fréttarinnar er miklu lengra raunar. En ein athugasemdin undir fréttinni fannst mér svo fyndin - vegna viljandi eða óviljandi misritunar, að mér fannst ótækt að vekja ekki athygli á því orði sem þar kemur fram - nýyrði, sem á svo vel við nútímann og hans stofnanir.
Orðið er svo snjallt að það minnir á orðin sem Sverrir Stormsker hefur fundið upp, og gæti þetta orð reyndar orðið honum efni í nýjan pistil, sem vonandi verður, því þeir eru frábærir frá honum.
Orðið er sem sagt "samkuntuhús", en höfundurinn vitnar í Biblíuna og segir að konur eigi ekki að tala í samkuntuhúsum, og sá sem skrifaði athugasemdina í DV ritaði það til biskups og annarra kvenna, sem hann vill að haldi sig heima, þótt raunar sé orðið samkunduhús í Biblíunni, en það hefur nefnilega merkingu líka svona eins og það er þarna ritað.
Þessi tilvitnun í Biblíuna er með því frægasta sem í henni er og oft vitnað í þetta, sem er í Fyrstu Korintubók, eftir Pál postula, og er svona, talið til vitnis um karlrembu í Biblíunni:"Skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. 35, En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu."
Þessi orð í Biblíunni staðfesta einnig að samkvæmt orði Guðs eiga konur ekki að læra í skólum, heldur af eiginmönnum sínum einungis.
Eru margir á því að fólk eigi að segja sig úr kirkjunni út af þessu.
En ég er enn í Þjóðkirkjunni. Enn á maður sína barnatrú þótt áhuginn vísi til margra átta. Þjóðkirkjan býr að ríkulegasta menningararfinum, og þar eru sterkari hefðir en annarsstaðar.
En allt okkar samfélag er orðið eins og eitt samkuntuhús þar sem karlar fá ekki að tjá sig, aðeins konur, og meira mark tekið á þeim. Þannig hefur þetta snúizt við. Hinn ágæti prestur, Guðmundur Örn skrifaði á þá leið að það væri uppreisn Evu, ég tek undir það, femínisminn er kominn frá Evu, fyrstu konunni í Biblíunni.
Fólk vill ró og frið, það vill reglur. Feðraveldið er góð leið til þess að upphefja slíkt siðmenntað þjóðfélag á ný og stefna að því. Með eða án kirkjunnar, kristninnar eða annarra trúarbragða.
![]() |
Ráðning sögð lögleysa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 31. júlí 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 9
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 606
- Frá upphafi: 159019
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 428
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar