Sigríður Á. Andersen stóð sig vel í Silfrinu, moðreykur stjórnarandstöðunnar virkaði ekki

Sigríður Á. Andersen sagði í Silfrinu þau orð sem ættu að fá mesta athygli. Hún svaraði Sigmari á þá leið að andstæðingar Jóns dómsmálaráðherra hafi fengið gögnin, en á öðru formi en þeir vildu og um það snérist þetta. Sigmar Guðmundsson mótmælti þessu nefnilega ekki, og þögnin var svo sannarlega samþykki í þessu tilfelli, því þau áttu í eldheitum samræðum, ef ekki rifrildi um þetta, og hann hefði svo sannarlega leiðrétt hana ef hann hefði vitað þetta rangt eða ekki samkvæmt sinni vitneskju.

Enda leið ekki á löngu áður en vinstrisinnaður þáttastjórnandinn, Sigríður Hagalín kaus að skipta um umræðuefni, enda virtist áhugi hennar í þættinum mjög mikið snúast um að finna veika punkta á íhaldinu. Eitraður femínisminn hefur lagt RÚV í rúst. Byrjað var á málum sem voru hönnuð til að sýna Karl Gauta og Jón Gunnarsson í neikvæðu ljósi. Það bara tókst ekki, enda Sigríður Á. Andersen mikil ræðumanneskja og gat svarað fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn vel í þættinum.

Þögn Sigmars Guðmundssonar gefur það sterklega til kynna að andstæðingar Jóns Gunnarssonar hafi logið uppá hann.

"Þið vilduð ekki fá gögnin á því formi sem stóð til boða", eru orð Sigríðar Á. Andersen sem Sigmar Guðmundsson mótmælti ekki. Þá voru 46 mínútur liðnar af Silfrinu.

Jón Gunnarsson er frábær ráðherra. Hann nær að kveða stjórnarandstöðuna í kútinn og koma málum úr kyrrstöðu. Hann minnir á kempurnar í gamla daga í Sjálfstæðisflokknum, sem stjórnuðu landinu af dugnaði og snilld, þannig að vinstrimennirnir höfðu ekki roð í þá, sundraðir og ósammála.

Einnig er ánægjulegt að Sigríður Á. Andersen er aftur farin að sýna hæfileika sína og blómstra.

 


mbl.is Gagnrýnir skipun Karls Gauta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 50
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 159060

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband