29.4.2023 | 11:19
Opinber afneitun á sannleikanum?
Ósigur fyrir lýðræðið, sigur kosningavélanna frá Dominion. Nú er hart sótt að Donald Trump fyrir smáatriði, vegna þess að hann ógnar spilaborg sem gæti hrunið. Þöggunartilburðir gegn trumpistum, virka þeir traustvekjandi fyrir bidenista?
Það verður nú ekki þaggað svo auðveldlega niður í vinsælum fjölmiðlamanni eins og Tucker Carlsson. Hann sagðist hata Trump af ástríðu, en það dugði bara ekki til, það sem hann sagði áður um að Trump hefði sigrað en ekki Biden ógnaði valdhöfum samt. Pétur afneitaði líka Kristi þrisvar, og þó útnefndi Kristur hann sem steininn sem kirkjuna skyldi byggja á, og kaþólskan miðar við páfadóminn. Jafnvel hinir stærstu menn trúarinnar snúast gegn henni stundum og eru þó steinar sem byggt er á.
Brottrekstur Tucker Carlsson virkar fyrir suma eins og staðfesting á því að hann hafi sagt sannleikann, að Donald Trump hafi unnið síðustu forsetakosningar, en stafrænt misferli hafi látið líta út fyrir að Joe Biden hefði sigrað. Kosningafyrirtækið Dominion Voting Systems hefur væntanlega á bakvið sig moldríka menn eins og Bill Gates. Samkvæmt orðabók Sverris Stormsker merkir moldríkur sá sem er dauður og sem orðinn er að mold. Já, og ef við heimfærum þetta uppá kristna trú má segja að allt hold sé mold, og sá sem eigi milljónir sé of tengdur því jarðneska.
Hvernig er það hægt spyrja einhverjir. Jú, heiminum er stjórnað af örfáum einstaklingum sem eru moldríkir, og með peningum er hægt að stjórna heiminum, bæði hvaða skoðanir þú hefur og hvernig þú hegðar þér, hvað þú telur rangt, hvað þú telur rétt, og svo framvegis. Hjörðin fylgir valdinu og valdið er skapað af billjónum, og billjónerum, sem eru fáir.
Fox sjónvarpsstöðin hefur þurft að greiða 787 milljónir að auki sem bótagreiðslur til Dominion kosningavélanna, vegna meiðyrðamálsins sem Dominion sigraði en Fox tapaði.
Enn einu sinni þarf almenningur að spyrja sig hvort hann eigi að trúa því sem opinberlega er sagt.
Bloggarinn Inga Halldórsdóttir skrifaði nýlega um það í pistli að Bill Gates ætti um það bil helming allra jarða í Bandaríkjunum!!! Hann vinnur að fólksfækkunaráætlun ásamt mörgum öðrum. Bill Gates og George Soros hafa keypt tugmilljónir eignasafna þrotabúa banka, og Bill Gates á Open Border Society, Rauði krossinn alþjóðlegi þar undir, þrýstihópasamtök glóbalista og flóttamannaiðnaðar, Evrópusambandið, fréttaveitur, menntastofnanir, útlendingastefnur, og fleira.
Halda menn virkilega að svona réttarhöld gegn Fox, sem hefur oft staðið með Trump og komið með annan vinkil en Reuters/Rúv dæmið hafi komið úr lausu lofti og að pólitík óréttlætisins komi þar ekkert við sögu, pólitík valdanna gegn sannleikanum?
Reynt er að láta fólk trúa yfirlýsingum sem hafa kostað milljónir á milljónir ofan í réttarsölum. Hafa menn heyrt um hugtakið að trúa keyptum sannleika? Hversu dýr var þessi "sannleikur?"
![]() |
Sættir í máli Fox News og Dominion |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 29. apríl 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 50
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 647
- Frá upphafi: 159060
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 466
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar