Klappið verður ekki skárra þótt það fái erlend verðlaun

Klappið er dæmi um fyrirbæri sem var neytt uppá notendur strætó við mjög, mjög litla hrifningu í upphafi, óvinsældir satt að segja. Alveg er dæmigert að slíkt hrakfallafyrirbæri skuli fá verðlaun frá erlendum samtökum, sem vilja hraða ómennskri tækniþróun sem mest.

Dagur B. Eggertsson er gerræðislegur stjórnandi og borgarstjóri, og fyrir þá sem skilja ekki það orðalag þá jaðrar hann við að vera einræðisherra, því hann platar sig til valda og klækjabrögðum og nær að koma mjög umdeildri borgarlínu til framkvæmda með aðferðum sem fáir leika eftir.

Klappið er eins og braggamálið, ekki endilega það sem er fólki fyrir beztu, en breytingum komið í gegn samt ofanfrá.

Tvær breytingar þarf að gera á Klappinu til að það standist samanburði við eldri kerfi. Afsláttur á ekki að einskorðast við tæknivædda einstaklinga sem komast á netið og skrá sig þar. Í öðru lagi er það afleitt að hafa ekki sölustaði þar sem fólk getur keypt þetta, eða fengið aðstoð, þannig að allir séu neyddir til að nota netið, jafnvel sumt fólk sem er eins og risaeðlur í netnotkun.

Sjálft fyrirkomulagið stríðir gegn markmiðunum, að auka vinsældir almenningssamgangna.


mbl.is Klappið fær alþjóðleg verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 51
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 159061

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband