Sænska leiðin á öllum sviðum?

Ég held að fjölmiðlafólk á Íslandi ætti að rétta kúrsinn hvað varðar minnihlutahópa sem verða fyrir mestu hnjaski, samkvæmt nýrri könnun. Til dæmis fólk með óvenjulegar skoðanir og meiri líkamsþyngd en fjöldinn. Á sama tíma kemur frétt um að kynsegin einstaklingum fjölgaði um 75% árið 2022, sem er meira en helmingsfjölgun, og það virðist ekki koma fólki á óvart. Kvarta þeir mest sem hafa það verst? Gaman var að sjá Uglu Stefaníu hjá Gísla Marteini, hamingjusöm manneskja og hún lýsti Íslandi sem fordómalausri paradís fyrir kynsegin fólk að mestu leyti, þótt seint yrði baráttunni lokið. En maður hlýtur að spyrja sig hvernig standi á 75% aukningu í þessum hópi aðeins á einu ári.

Annað sem vekur athygli í nýjum fréttum er að lögreglan býst við aukningu í öllum málaflokkum, meira fé er sett í alla málaflokka og bætt í mannskapinn á öllum sviðum.

Er Ísland á réttri leið að fylgja sænsku leiðinni á fleiri en einn veg?

En það sem hjálpar langflestum Íslendingum er að laga kjör þeirra fátækustu, og vinna gegn verðbólgunni. Ég verð að vera sammála þeim mörgu sem æstir rita í DV undir fréttirnar athugasemdir, að gefa mætti Sjálfstæðisflokknum frí og prófa vinstristjórn, til að athuga hvort slík stjórn geri eitthvað fyrir þá verst settu eins og talað er um í þeim flokkum.

Nú held ég að sé tækifærið fyrir vinstriflokkana, þegar vinstrisveifla er í landinu. Spákonur á Útvarpi Sögu hafa margsinnis spáð því að þessi ríkisstjórn falli, og núna telja þær að hún falli í vor. Það kemur allt í ljós.


mbl.is „Ljótir hlutir sagðir um mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 51
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 159061

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband