Einnig lokast náðarinnar dyr, ljóð frá 6. júní 2015.

Þau vísu segja... varla friður...

vindur gnauðar, ekki þeirra niður.

Oft ég stóð í stafni þó

með staf og ekki rey.

Þekkti áður bæði frið og frelsi manna,

flestir hræðast núna, ein er skoðun!

Lifum við á löndum banna,

lengur gildir engin boðun!

Sál ei lengur segir nei,

Satan spil er gildir aðeins dró.

 

Nú er fallinn sá er sigur vinnur,

seint þó Galdra-Loftur steininn finnur.

Selja sálir enn sem fyr,

síðan valdið tér:

Önnur lið við ekki lengur þolum, maður!

Eitt er ríkið, hitt er gleymt og farið!

Koðnar niður kirkjustaður,

kölski hefur lýðinn barið!

Umsnýst það sem er í þér;

einnig lokast náðarinnar dyr!

 

Hvílík sorg að missa manninn,

muntu veröld einnig falla þanninn?

Efinn þetta umsnýst senn,

allt mun þyrlast frá;

höllin verður svívirt eins og konan kvalda,

kyrrðin breytist því í ógnardrunur!

Um mig finn ég annan kalda

einnig fara, herrans runur.

Þegar jafnvel þjáðir sjá,

þá er tíminn kominn, vakna menn!


Bloggfærslur 28. febrúar 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 59
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 656
  • Frá upphafi: 159069

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband