21.2.2023 | 01:29
Meðvituð syndgun sem áhugamál
Ég geri mér grein fyrir því að í Biblíunni stendur að fólk eigi ekki að leita frétta af framliðnum, hvort sem það er skipun eða ábending. En ég varð ungur að taka þessa ákvörðun, hvort ég færi inná braut Nýals og vísindanna eða yrði bókstafstrúarmaður. Ég valdi Nýalsbrautina.
Afabróðir minn kynnti mig fyrir þeirri stefnu, og hluti af henni er að leita frétta af framliðnum, sækja miðilsfundi, sem reyndar kallaðir eru sambandsfundir hjá því félagi.
Snýst ekki nútíminn um mismunandi syndir? Skilgreinir ekki fólk sig næstum allt með fjölskrúðugum syndum og óhlýðni við Biblíuna, guð Biblíunnar eða eitthvað í þeirri menningu?
En ég ætla að segja frá því að á síðasta fundi kom fram maður sem sagðist vera 300.000 ára gamall, eða hafa verið þá uppi á jörðinni, og sagðist vera hluti af fyrsta fólkinu sem kom út af Adam og Evu. Hann talaði um að risarnir hefðu tekið systur sínar og frænkur fyrir konur, rétt eins og stendur í Biblíunni, og hann talaði um refsingar Guðs fyrir það sem gerðist þá. Þetta var algjörlega í samræmi við það sem stendur í Biblíunni, bara nákvæmara, um risana sem uppi voru á jörðinni og tóku sér mennskar eiginkonur og eignuðust með þeim afkvæmi.
Mér fannst þetta svo merkilegt að mér fannst ég verða að segja frá þessu, því kannski væri eitthvað kristilegt fólk til sem hefði áhuga á þessu.
Þetta styður nefnilega sköpunarkenningu Biblíunnar en ekki þróunarkenningu Darwins, og er stórmerkilegt þessvegna.
Þessi maður talaði um það að þetta hafi gerzt í Afríku fyrir 300.000 árum. Hann sagði að svörtu mennirnir hefðu komið seinna til Afríku, eða verið skapaðir af guðunum, eða Guði, notuð var fleirtala, og að hann tilheyrði þeim mátti skiljast, en að fyrst hefðu verið menn í Afríku ljósir á hörund eins og Evrópumenn, en dáið út.
Ef þetta er rétt þá eru skoðanir þeirra sem halda þessu fram ekki rangar, þótt þær séu kallaðar bábilja af vísindasamfélaginu vinstrisinnaða. Ef þetta er rétt er hægt að taka mark á sköpunarsögu Biblíunnar. Enda finnast oft steingervingar sem koma mönnum á óvart og breyta hugmyndum um þróun lífsins og mannsins á jörðinni. Sagt er jafnvel að sumu sé haldið leyndu sem finnst, ef það passar ekki inní hefðbundnar kenningar vísindanna á hverjum tíma.
Það eru Mósebækurnar sem geyma boð og bönn í Biblíunni, að stærstum hluta. Bannið við því að leita frétta af framliðnum er á svipuðum stað og bannið við húðflúrinu. Það má spyrja sig hvort það skilji ekki meira eftir að leita frétta af framliðnum en að fylgja tízkunni og láta líkamann bera tákn af einhverju tagi eða myndir.
Án efa þarf að breyta mannkynssögunni og skrifa hana uppá nýtt, ekki einu sinni heldur mörgum sinnum. Sífellt koma fram nýjar upplýsingar um fortíðina. Það er mjög áhugavert að fræðast um fortíðina, fá fyllri mynd af því sem skeði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 21. febrúar 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 59
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 656
- Frá upphafi: 159069
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 473
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar