Afsláttur af trúnni

Ég var að hlusta á viðtal við Dagbjörtu Rúriksdóttur tónlistarkonu á Fókus. Hún hefur gefið út kristilegt rapp sem hefur vakið talsverða athygli. Sérstaklega er áhugavert í viðtalinu hvernig hún setur sig upp á móti þeirri útbreiddu skoðun kristinna einstaklinga að samkynhneigð sé synd.  Enda er fyrirsögn fréttarinnar að hún telji marga innan kirkjunnar muni fordæma sig fyrir þetta (frjálslyndi).

Orðið fordómar er mikið notað í nútímanum og oftast ranglega. Til dæmis eru þau "frjálslyndu" með fordóma gegn öllu því fólki sem það slaufar, útskúfar, hættir að hafa samskipti við, útilokar frá vinnu, osfv. Það kynnir sér ekki málflutning annarra, dæmir fyrirfram til að vera í tízku og efst í fæðupíramídanum, vinsældarlega séð, glamúrliðið, glysfólkið.

Tal hennar um narsisista er einnig tízkutal. Hverjir eru narsisistar (ofursjálfhverflar) ef ekki liðið sem hún vill tilheyra? Er það ekki glamúrliðið aðallega, glysfólkið?

Eins og Gunnar í Krossinum sagði og margir innan kristninnar: "Hatið syndina en elskið syndarann."

Eru það fordómar að telja ákveðið líferni rangt sem fordæmt er í Biblíunni? Á hún ekki að heita Guðs orð?

Rétt er það hjá henni að Jesús bannaði ekki persónulega hinseginleikann, en hann sagði samt að aldrei félli stafkrókur úr Lögmálinu úr gildi (Tórunni) á meðan himinn og jörð væru til. Í Gamla testamentinu eru jú kaflarnir sem banna húðflúr og samkynhneigð og fyrst Jesús sagði að þeir myndu aldrei falla úr gildi er ekki hægt að segja að hann hafi verið að andmæla þeim boðskap. Hann talaði samt um mildi og kærleika, að sjá útfyrir reglurnar og að fyrirgefa þrátt fyrir reglur, boð og bönn.

Við erum öll syndug en bætum lítið með því að ráðast sífellt á náungann, - eða ekkert. 

Eða eins og Bob Dylan söng um á plötunni "Slow Train Coming", trúin felst ekki síður í að læra um Lögmálið.


Bloggfærslur 14. desember 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 82
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 153003

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 564
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband