Friður hefur ekki komizt á í Palestínu hingað til með því að fordæma annan aðilann

Þessi árás var ekki gerð í tómarúmi. Sú var tíðin að vinstrimenn stóðu með Palestínumönnum en hægrimenn með Ísraelsmönnum. Mannfallið er miklu meira hjá Palestínumönnum og þeir eru verr vopnum búnir, fyrir utan að stöðugt er verið að þrengja að þeim á Gaza ströndinni. Það virðist því ekki vera mannúð sem vakir fyrir Þórdísi Kolbrúnu utanríkisráðherra, heldur eins og svo oft áður samstaða með Bandaríkjamönnum og þeirra áherzlum.

Stjórnin sem nú er komin til valda í Ísrael er af flestum talin harðlínustjórn og jafnvel öfgastjórn, jafnvel af stórum hluti landsmanna sem eru þar. Í því ljósi þarf einnig að athuga þetta. Það hlýtur að auka spennuna og reiðina hjá mótaðilanum.

Alveg eins og þegar Þórdís Kolbrún tekur afstöðu í Úkraínustríðinu þá lítur hún hér á aðra hlið málanna og telur að unnt sé að leysa þetta bara með því að standa með öðrum aðilanum, sem Bandaríkjamenn styðja.

Svona stjórnmálamenn eins og Þórdís Kolbrún eru ekki þroskaðir stjórnmálamenn, þeir taka ekki eigin afstöðu, heldur bergmála hæsta öskrið sem kemur frá Bandaríkjunum, sem eru enn eitt voldugasta herveldið í heimi, ef ekki það voldugasta, þótt efasemdaraddir séu komnar fram um það líka.


mbl.is Ísland fordæmir hryðjuverk Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2023

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 20
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 153069

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband