5.10.2023 | 00:07
Forræðishyggjan, að banna reykingar og fleira.
Ég verð að segja að ég hef takmarkaða trú á þessari hafta og bannastefnu sem er svo víða í tízku. Rishi Sunak vill útrýma reykingum fullkomlega í Bretlandi. Minnir mig á bannárin í Bandaríkjunum þegar útrýma átti áfengisbölinu. Það fór heldur betur á annan veg og glæpir þrifust og spruttu upp á hverju götuhorni.
Jafnvel hægrimenn eru farnir að herma eftir vinstrimönnum í þessari banna og haftastefnu.
Enginn unglingur verður brátt fær um að kaupa sígarettur löglega ef þetta gengur eftir. Unglingar ná sér í það sem þeir vilja, hafa alltaf gert, með aðstoð fullorðinna þá ef þörf er á.
Ég held að minnkandi reykingar í nútímanum hafi með eitthvað annað að gera en boð og bönn. Húðflúr og lokkar eru eyðilegging líkamans sem ungt fólk kýs frekar nú á dögum.
Reykingar eru einfaldlega tákn um gamla tíma. Þær voru svo algengar á 20. öldinni að slíkt dettur úr tízku þessvegna, því þannig er tízka unglinganna, ekki að herma eftir síðustu kynslóð, heldur finna eitthvað annað sem þeim fer að finnast flott.
Auk þess hafa harðari fíkniefni komið í staðinn fyrir reykingar. Þannig er líka nútíminn, ekki að stytta sér leið, ef fólk vill setja svona efni inní sig vilja fleiri eitthvað virkilega sterkt.
"Vill banna ákveðnar bragðtegundir", stendur í fréttinni einnig. Þetta er alveg dásamlegt. Alveg í samræmi við dystópískar skáldsögur um afvegaleidd mannkyn á vítishnöttum.
Hvílíkir beturvitar og forræðishyggjufasistar sem ganga lausir í nútímanum og fá að sýna vald sitt án þess að almenningur setji pólitíkusana af í kosningum! Ekki var Boris Johnson svona að minnsta kosti, en hneykslisöldurnar sviptu undan honum fótunum, eins og þær væru hluti af Metoo og slíkum bylgjum, þótt á öðrum sviðum væru, eins og að gæta ekki að sóttvörnum með Partygate og hegða sér ekki í samræmi við opinbera sóttvarnarstefnu.
Almenningur ber ábyrgð á því að gera svona hegðun óvinsæla með því að kjósa í burtu svona fólk. Almenningur hlýtur að ráða með því að segja skoðun á fasískum aðgerðum og kjósa í samræmi við aðdáun eða andúð á fasisma, bannastefnum, sem auðvitað mega flokkast undir hann.
En kannski vill fólk forræðishyggju almennt.
![]() |
Hyggst banna reykingar alfarið í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 5. október 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 20
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 713
- Frá upphafi: 153069
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 552
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar