16.1.2023 | 03:12
Möguleg upplausn Rússlands er ekki fagnaðarefni, eykur líkur á átökum og hörmungum.
Upplausn Prússlands sem kom af stað styrjöldum, báðum heimsstyrjöldunum, eða átti þátt í þeim að minnsta kosti, og upplausn Rússlands er ekki fagnaðarefni. Fólk ætti að vona að einhver eins og Gorbachev komist frekar þar til valda.
Í DV kom frétt með yfirskriftinni: "Segja Rússland muni leysast upp innan tíu ára" þann 11. janúar síðastliðinn.
Vitnað er í 167 sérfræðinga sem tóku þátt í könnun á vegum hugveitunnar Atlantic Council.
40% töldu að borgarastyrjaldir myndu valda þessu, pólitískt sundurlyndi eða þannig ólga.
46% sögðu að Rússland yrði þrotríki, og þá sennilega í efnahagslegu tilliti.
49% Evrópubúa eru svartsýnir á framtíð Rússlands samkvæmt könnun þessari.
Vlad Trufan segir í athugasemdum að meiri líkur séu á að Evrópusambandið liðist fyrr í sundur en Rússland.
Flestir í athugasemdum gleðjast þó yfir spá af þessu tagi, og trúa áróðrinum í flestum vestrænum fjölmiðlum.
Þetta er mesti misskilningur.
Þau lönd og ríki sem riða á barmi borgarastyrjalda eru einmitt gróðrastía fyrir styrjaldir og óstöðugleika, hættu fyrir mannkynið, sérstaklega þar sem gereyðingarvopn eru til staðar.
Í upplausnarástandi Þýzkalands og Prússlands urðu til tvær heimsstyrjaldir. Í upplausnarástandi rússneska keisaradæmisins varð til kommúnismi og stalínismi, byltingin 1917.
Raunar er það svo að óstöðugleiki er vaxandi víðar en í Rússlandi. Evrópa, Bandaríkin og fleiri staðir, sama sagan þar, Úkraínustríðið eykur fjárhagslegan og pólitískan óstöðugleika næstum allsstaðar.
Það sem fólk á Vesturlöndum ætti að vonast eftir er að einhver eins og Mikhail Gorbachev komist til valda í Rússlandi, því óstöðugleiki í Rússlandi mun auka líkurnar á styrjöldum, heimsstyrjöldum, og gereyðingarstyrjöld.
Með því að ógna Rússum og Pútín meira með sífelldum stuðningi við Úkraínu er verið að auka hættuna á kjarnorkustríði, notkun gereyðingarvopna, eða að Rússar reyni að beita sér enn meira gegn úkraínsku þjóðinni, sem er fórnarlambið í þessu stríði, þolir áróður að vestan.
Hvar er andstaðan við stríð á Vesturlöndum núna, gegn Úkraínustríðinu? Donald Trump dró Bandaríkin útúr styrjöldum og átökum í heiminum enda öflug friðarhreyfing í Bandaríkjunum eins og víðar sem fagnaði því.
Hvaða mannsbarn á jörðinni getur ímyndað sér að allt verði friðsamlegt þótt Rússar myndu tapa þessu stríði?
Til hvers að hætta öllu lífi á jörðinni útaf þessu stríði? Til að sanna að femínismi og jafnaðarstefna sé betri stjórnmálastefna (það form sem ríkir í vestrænu) en einræði og ólígarkaræði, auðræði (sem ríkir í Rússlandi)?
Þegar betur er að gáð ríkir einnig auðræði á Vesturlöndum.
Eins og hinn vinsæli bloggari, Páll Vilhjálsson ritaði nýlega í grein eftir sig er það ekki trúverðugt af Vesturlöndum að þau þurfi stríð til að lýðræðið lifi af. Almenningur þarf að spyrja sig hvort fjölmiðlar á Vesturlöndum séu ekki búnir að snúa hugtökum uppí andhverfu sína.
Efi er nauðsynlegur, hann er undirstaða lýðræðis og frelsis, að almenningur láti ekki kúga sig og að almenningur rísi upp gegn valdahyggju, innrætingu og einföldum boðskap jafnaðarfasismans og öðrum tegundum kúgunar.
![]() |
Senda aukinn herbúnað til Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 16. janúar 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 3
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 532
- Frá upphafi: 159072
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 382
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar