13.1.2023 | 02:04
Þrátt fyrir sannfærandi mótbárur efasemdamanna um hamfarahlýnun yfirleitt lýsir þessi frétt óvenjulegum methita á þessum árstíma í Evrópu.
Þessi frétt lýsir öfgum í veðurfari sem varla er hægt að lýsa öðruvísi en sem óvenjulegu veðurfari. Ískuldi í Bandaríkjunum og Kanada þekkist svo sem, en þegar hitamet eru slegin í Hollandi, Liechtenstein, Litháen, Lettlandi, Tékklandi, Danmörku og víðar, í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni, þá er það ekki óvarlega orðað að ástæða sé til að kalla veðurfarið óvenjulegt og öfgafengið.
En í þessu máli eru menn mjög sannfærðir á báða bóga og finna önnur dæmi sinni sannfæringu til stuðnings, en af öllum þeim fréttum sem efasemdamenn um hamfarahlýnun geta fundið til að styðja mál sitt er hér ein frétt sem pottþétt styður kenninguna um hamfarahlýnun, því þessi hitamet eru miðuð við mælingar til langs tíma býst ég við og eru því ábyggilega nokkuð áreiðanleg.
Hér er um að ræða mörg lönd og mörg hitamet í einu sem eru slegin. Það er sannfærandi.
![]() |
Evrópsk hitamet riða til falls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. janúar 2023
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 3
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 532
- Frá upphafi: 159072
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 382
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar