Taprekstur almenningssamgangna og fleira

 

Kjósendur Dags B. Eggertssonar halda því fram eins og hann að allt sé í sómanum með rekstur Strætó, að þar sé alltaf að aukast farþegafjöldinn. Einn hér á blogginu heldur því líka fram, Þorsteinn Briem, og sennilega fleiri, en svo koma svona fréttir sem gefa það til kynna að "ógnvekjandi þróun" sé hjá fyrirtækinu, "ákveðinn vítahringur", (hækkun fargjalda, færri farþegar), og það hlýtur að vera til marks um vanda í rekstrinum þegar þessi mikla hækkun kemur.

Þessi viðmælandi, Sindri Freyr Ásgeirsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, og því langmestar líkur á að hann kjósi Samfylkinguna og Dag B. Eggertsson, sem reynir að útrýma einkabílnum úr borginni, koma á Borgarlínu og gera almenningssamgöngur vinsælli.

Hann er sammála mér um að lágt fargjald sé mikilvægt til að fjölga farþegum fyrirtækisins.

En enn og aftur segir þetta að málflutningur Dags B. Eggertssonar og fylgismanna hans sé ekki alveg réttur um að Borgarlínan gangi upp, og hægt sé að gera almenningssamgöngur vinsælli með því að fækka akgreinum og þrengja að einkabílnum.

Það var Vigdís Hauksdóttir sem var mest áberandi í öflugri gagnrýni á Dag B. Eggertsson, og þessa Borgarlínu. Var hún flæmd úr borgarpólitíkinni með einelti og erfiðum starfsskilyrðum? Það er nú svo merkilegt að hægrimenn eru oft síður að kvarta yfir því sem þeir lenda í.

Það er merkilegt hvað það er mikil þögn um vinnubrögð Dags B. Eggertssonar núna þegar Vigdís er ekki þarna lengur, og það er merkilegt hvað margir eru tilbúnir að gagnrýna Lilju Alfreðsdóttur, því hún er ekki nógu vinstrisinnuð að þeirra mati.

Það má víst alveg orða það þannig að starfsskilyrði eru erfið fyrir suma.

Erlent dæmi um þegar viðmælendur fréttamanna snúa sannleikanum á hvolf, á Stöð 2 var leikið fréttaskot af dönskum hermanni, Anders Puck Nielsen, sem hélt því fram að tengsl væru milli þess að opnuð var gasleiðsla frá Noregi til Póllands og að sama dag voru sprengdar olíuleiðslur Rússa, Nordstream 1 og 2, sem Rússar tapa á, því eins og kom fram í Útvarpi Sögu í dag var Pútín búinn að gefa það í skyn að hann gæti verið tilbúinn að selja Þýzkalandi gas í gegnum leiðsluna þrátt fyrir viðskiptaþvinganirnar.

Samt sagði þessi undarlegi maður, Anders Puck Nielsen að þeir einu sem græddu á upplausn af þessu tagi væru Rússar! Tengslin benda þó fremur til þess að Danir sjálfir hefðu framið þessi hryðjuverk til að ganga í augun á Joe Biden, enda sterk tengsl á milli Bandaríkjanna og Danmerkur, og Danir vilja flest fyrir Bandaríkjamenn gera, viðskiptatengslin náin og allt það. Eða voru Norðmenn að þessu til að græða sem mest á sínu gasi?

Hverskonar fréttaflutningur er þetta? Segja ekki allir sér það sjálfir sem horfa á svona fréttir að fráleitt er hægt að treysta á viðmælendur lengur á sjónvarpsstöðvunum, þegar þeir halda einhverju fram sem stangast á við það sem haldið er fram?


mbl.is Hækkunin knýr áfram vítahring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 32
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 561
  • Frá upphafi: 159101

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband