"Raddir vorsins þagna", bókin sem enn hefur áhrif.

Eitt sinn efaðist ég minna um hamfarahlýnunina og mikilvægi náttúruverndarstefnu, nokkuð sem ég hafði lært af Árna Waag kennara sem innrætti okkur nemendum sínum í líffræði þegar ég var unglingur að mannkynið væri á rangri leið og við bærum ábyrgð á því að koma sem flestum í skilning um þetta.

Nú hef ég lesið allskonar pistla eftir fólk sem efast um þetta, og ég skil að nauðsynlegt er að efast, bæði vegna þess að vísindin geta stundum verið skeikul, og svo getur ein stefna valdsins eða fjöldans verið gagnrýniverð.

Samt er ég nokkurnveginn enn sannfærður um að vinstrimenn hafa rétt fyrir sér í þessu. Enda eru vísbendingarnar margar.

"Sögulegt veður" þýðir að það á sér varla hliðstæðu í þekktum heimildum. Vísbendingarnar um hamfarahlýnun eru margar, rétt að taka mark á þeim. Eins er þetta með breytingar á veðurfari á Íslandi, það vetrar seint og sumrar seint, talið merki um hnattræna hlýnun.

Samt veit ég að umhverfismálin eru inni í kvíðakerfi mínu og samvizkubitskerfi mínu, en þannig vil ég nefna þessa sálfræðilegu ferla sem eiga sér stað þegar maður verður fyrir áhrifum sem kveikja á sameiginlegri skyldu manns sem mannveru annarsvegar og svo frétt eða þekkingarbroti sem eykur kvíða manns, réttilega.

Mér finnst svolítið skrýtið að fólk láti sér ekki segjast sem lendir í atburðum sem eru taldir tengjast hamfarahlýnuninni. Að vísu er nú sagt að vinstriflokkar séu margir komnir til valda í Suður Ameríku. Vonandi að þeir hafi áhrif í rétta átt í umhverfismálunum. Fólkið þar mun þá vonandi skilja í vaxandi mæli að það er í allra þágu að taka mark á þessu.


mbl.is „Sögulegur og öfgafullur“ fellibylur gengur yfir Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 32
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 561
  • Frá upphafi: 159101

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband