Menningin rifin niður í óðaönn.

Þau eru falleg þessi gömlu hús og synd að það sé krotað svona á þau. Það er meira en nóg landrými á okkar landi, og óþarfi að klessa öllum á Stórreykjavíkursvæðið. Það er beinlínis óskynsamlegt miðað við hættuna á stórum jarðskjálftum hér á þessu svæði og eldgosum tíðum, einmitt nú þegar nýtt virknitímabil er hafið sem getur staðið í nokkur hundruð ár þessvegna, og bæði valdið manntjóni og eignatjóni gríðarlegu.

Umhverfisóráð og skipulagsmistakaklíkur ráða hér of miklu. Dagur B. Eggertsson á sér þann draum heitastan að Reykjavík breytist í erlenda stórborg með tilheyrandi glæpum og menningu, eða það er auðvelt að halda. Þeir ráðamenn sem þrá að búa í erlendum stórborgum ættu að flytjast þangað en leyfa Reykjavík að hafa sín sérkenni.

Útlendingar koma ekki til að sjá eftirlíkingar af erlendum stórborgum. Þeir koma til að sjá allt hið séríslenzka og skrýtna, eða flestir að minnsta kosti, eða það kemur fram þegar þeir eru spurðir að þessu.

Ferðamenn koma ekki til að sjá stórhýsi heldur kofa og sérstakt mannlíf, eitthvað sem er gamalt og þjóðlegt.

En Íslendingar eru sveitamenn með minnimáttarkennd sem er að drepa þá.

Íslendingar rífa niður eigin menningu, hús og annað og leyfa aðeins froðusnökkum að fá athygli í RÚV, og útrýma sér með femínisma og sjálfsfyrirlitningu pólitískri úr vinstriflokkunum. Fyrir hvern er verið að byggja þessi ferköntuðu risaháhýsi? Innfæddum Íslendingum fækkar stöðugt en þeim aðfluttu fjölgar æ meira.

Það er verið að byggja þessi stórhýsi á Íslandi fyrir umhverfisflóttamenn framtíðarinnar, þegar önnur lönd verða óbyggileg vonast menn til að Golfstraumurinn verði ekki kominn úr skorðum og næsta ísöld ekki komin þannig að hægt sé að fylla landið af þeim sem verða að flýja náttúruhamfarir annarra landa.

Hvaða hópar frá útlöndum skyldu nú helzt sækja í að búa á þessu litla skeri í framtíðinni eftir nokkra mannsaldra ef jafnaðarþróunin sænska heldur áfram? Jú, einstaklingarnir sem fá ekki vist annarsstaðar, þar sem Píratar og aðrir jafnaðarmenn vilja hafa lægsta þröskuldinn á Íslandi. Hvað merkir það á mannamáli? Hvað gerist ef Ísland verður með frjálslyndustu innflytjendalöggjöfina? Ísland verður nýlenda þeirra sem fremja glæpi, og fá ekki að búa í öðrum löndum af þeim ástæðum. Allavega ef frjálslyndasta fólkið fær að ráða, en ekki er mikið viðnámið hjá Sjálfstæðisflokknum eða öðrum flokkum hér þrátt fyrir allt. Svíþjóð verður þá hátíð miðað við ástandið hér, eða svo gæti allavega farið að minnsta kosti.

Bjöguð enska verður töluð á skerinu og allt fótum troðið sem áður var hampað, kirkjan og kristnin orðin að sérvizku örfárra.

Nema þá að sú þróun haldi áfram sem hófst með kjöri Donals Trump í Bandaríkjunum og Borisar Johnsons í Bretlandi, og með stórsigri Svíþjóðardemókrata í Svíþjóð á þessu ári, hvort sem þeir fá lítil völd eða mikil í kjölfarið.

Það er ljóst að margt ólíklegt getur skeð, og einnig að allt snúist á haus sem núna er talið gott og gilt.

 


mbl.is Sagan víkur fyrir stórhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 33
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 562
  • Frá upphafi: 159102

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 404
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband