Næstum öll vinsæl og opinber list á Vesturlöndum er ríkislist og því iðnaður en ekki sköpun.

Slaufunarmenningin hefur varpað merkilegu ljósi á menningarhnignun okkar heimshluta. Slaufunarmenningin hefur sýnt og sannað að pólitíkin hefur heljartök á allri listsköpun sem nær hylli, og því er ekki um frelsi að ræða heldur helsi í þessum efnum, og engin góð list getur verið vinsæl þar af leiðandi á okkar tímum. Með öðrum orðum, menningin er dauð, listin er dauð, opinberlega. Listamenn sem eru alvöru listamenn eru ekki viðurkenndir af fjöldanum og lifa ekki af list sinni.

Jafnvel ungu fólki er stýrt þannig að það hefur engan smekk, engan frjálsan vilja þegar kemur að listum, heldur kaupir það list vegna félagsþrýstings, til að vera gott og hlýtt, til að staðfesta hlýðnina við pólitíska rétthugsun, jafnaðarfasismann.

Það fer svo eftir aldri manns hvað gerist ef maður ekki gengst undir þetta ok hinnar kommúnísku listar, jafnaðarfasísku listar, eða lasts öllu heldur. Ef maður er barn og unglingur fellur maður ekki inní kunningjahópinn, en það er stór hluti af félagsþroskanum á þessum árum að vera einsog hinir, hafa sömu skoðanir og hinir, vera áhrifagjarn.

Aðrir verða úrhrök sem eru eldri, verða útskúfaðir eða útundan í vinnu, missa vini og kunningja, maka eða annað sem fólk sækist eftir.

Ég er ekki að segja að engin kúgun sé í Norður-Kóreu eða Rússlandi eða slíkum ríkjum sem berjast gegn Vestrinu, hér er bent á fínlega þræði kúgunar í Vestrinu sem eru til staðar.

Af þessu má draga þá ályktun að óvinsæl list sé mikilvægari en önnur list, og listamenn sem þora að vera ósammála séu hinir einu sönnu listamenn, því tilgangur listarinnar er ekki að vera samdauna valdinu heldur að vera ventill fyrir frelsið og þroskann, breytingar framávið og úrbætur, en einnig skemmtun, aðferð fyrir húmor, dans, glens og gaman. Þegar húmorinn fer úr listinni vegna þykkjuþunga hinna dómhörðu og stalínísku stétta, eða afkomenda þeirra, þá er enn meiri þörf á uppreisnarlist sem brýzt úr öllum slíkum viðjum með ýmsum ráðum.

Í RÚV má sjá þverskurð af þessu. Börn eru í tónlistarskólum fyrir foreldra sína, og ná árangri fyrir foreldra sína. Þau eru hlýðin og með skoðanir í samræmi við skoðanir foreldra sinna. Allt ber þetta einkenni stalínismans en ekki frjálshyggjunnar á Vesturlöndum. Vesturlönd eru hin einu sönnu kommúnistaríki nútímans, en Evrópa ekki hvað sízt.

Rússland er með sitt spillta kerfi einnig, en þar er deigla sem getur þróazt í ýmsar áttir, ekki hinn staðnaði kommúnismi sem leið undir lok 1989.

Afganistan, Rússland, Indland og Kína bjóða þó uppá þróunarmöguleika fyrir mannkynið. Vesturlönd eru föst í jafnaðarfasisma, þar sem femínismi er kreddukenning sem stuðlar að fólksfækkun og mengun. Þetta tvennt eru mestu ógnanirnar við lífríkið og mannkynið.


Bloggfærslur 17. ágúst 2022

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 33
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 562
  • Frá upphafi: 159102

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 404
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband