Er ekki Bob Dylan eitt mesta atkvćđaskáld fyrr eđa síđar?

Einn af mínum uppáhaldsbloggurum, Magnús Sigurđsson, skrifađi nýlega um kraftaskáld og atkvćđaskáld. Tónlistarmađurinn Bob Dylan sem hefur veriđ í uppáhaldi hjá mér síđan ég var 12 ára hlýtur ađ teljast kraftaskáld og atkvćđaskáld. Hann hefur breytt heiminum, hvorki meira né minna. Hann gerđi ţađ ađ tízku hjá ungum mönnum ađ koma međ eigiđ efni í stađ ţess ađ treysta á lög eftir ađra. Ţví miđur átti hann einnig einhvern ţátt í ţví ađ gera eiturlyf vinsćl, eđa sumir segja ţađ.

Ţađ er svo merkilegt ađ lesa ćvisögurnar um Bob Dylan. Hann var eins og ég, hćtti í skóla. Nema hann náđi vinsćldum talsvert snemma sem tónlistarmađur, skömmu eftir tvítugt. Í New York kynntist hann Woody Guthrie, átrúnađargođiđ sitt, sem ţá var á spítala vegna Huntingtonveikinnar sem hann erfđi, og hann söng fyrir Woody Guthrie.

Hann kynntist mörgum helztu kaffihúsatrúbadorunum, og kom oft og mikiđ fram. Rödd hans ţótti ekki ómţýđ og í fyrstu fékk hann ekkert of góđar viđtökur. Ţađ var ekki fyrr en 1961 0g 1962 ţegar hann fór ađ semja eigin lög af alvöru sem hann fékk athygli, virđingu, vinsćldir og viđurkenningu. Fyrsta platan hans ţótti ekkert sérstök, en hann sló í gegn 1963 međ "Blowing In The Wind" og fleiri lögum á annarri plötu sinni.

Bob Dylan hafđi sérstakt lag á kvenfólki frá upphafi. Í fyrstu vakti hann móđurlegar tilfinningar og samúđ, en Suze Rotolo sem var fyrsta alvöru kćrastan hans hjálpađi honum mikiđ ađ komast áfram, enda međ sambönd í listalífinu víđa, og vakti athygli hans á mannréttindum, mótmćlasöngvum og slíku. Án hennar hefđi hann sennilega aldrei samiđ "Blowing In The Wind", enda samdi hann nćstum alla mótmćlasöngva sína undir áhrifum frá henni, á međan ástarsamband ţeirra stóđ yfir, til ársins 1964.

Joan Baez var í hans huga nokkurskonar eldri systir og fyrirmynd, sennilega, en lagiđ "Visions of Johanna" er taliđ samiđ til hennar, eđa kannski, ţađ er dularfullt lag og ekki alveg ljóst um hvađ ţađ er. Ţađ er súrrealískt, dóplag kallađ af mörgum.

Sara Lownds Dylan var stóra ástin í lífi hans, en ţau voru hjón frá 1965 til 1977. Sagt er ađ hann sé enn ađ semja tregablandin og beizkjufull lög til hennar, og kenni henni um skilnađinn.

En hvernig gat Bob Dylan galdrađ sig til vinsćlda sem kraftaskáld og atkvćđaskáld sem breytti heiminum?

Ég tel ađ svariđ sé ađ hann var réttur mađur á réttum tíma. Réttindabarátta blökkumanna hafđi kraumađ undir niđri í bandarísku samfélagi áratugum saman 1962. Blowing In The Wind var lag sem nćstum allir gátu heimfćrt uppá sín baráttumál ţví ţađ var og er nógu lođiđ til ţess, almennt orđađ.

En ţađ var ţannig međ dćgurlög sem voru of beinskeytt um slík vandamál ađ ţau urđu ekki vinsćl nema í frekar fámennum hópum og kimum samfélagsins eins og til dćmis međal harđra kommúnista, sem voru ofsóttir í Bandaríkjunum á ţeim tíma.

En Bob Dylan náđi tengingu viđ allskonar fólk. Sem mađur af gyđingaćttum náđi hann hylli ţess hóps, sem hafđi mikil ítök í ţjóđfélaginu og hefur enn. Menntaelítan tók hann einnig uppá sína arma ađ miklu leyti, og stór hluti almennings.

Auk ţess var hann augljóst skáld, rödd sinnar kynslóđar, eins og hann hefur veriđ kallađur allar götur síđan. Međ spámannlegum ljóđum eins og "Tímarnir eru ađ breytast", (The Times They Are A-Changing) tókst honum ađ stimpla sig inn sem táknmynd ţjóđskálds Bandaríkjanna og hefur stađiđ undir ţeim vćntingum allt sitt líf, en samt á köflum mjög átt í vök ađ verjast, ţegar fólk hefur sagt hann vera andlausan og útbrunninn, gamlan og útjaskađan. Ţó hefur hann náđ ađ endurnýja sig reglulega međ nýjum sólóplötum sem hafa fengiđ nokkuđ góđa dóma, ţótt langt líđi á milli.

Bob Dylan varđ órjúfanlegur ţáttur af húmanismahreyfingunni og mannréttindahreyfingunni, sem ađalskáld ţjóđfélagsbreytinganna sem vinstrimenn stóđu fyrir á ţessum tíma í Ameríku, og ekki nóg međ ţađ, hann var einn af guđfeđrum 68-kynslóđarinnar og LSD sumarsins 1967, ţví platan Blonde on Blonde frá 1966 hafđi ţau áhrif textalega og tónlistarlega.

Ţótt Bob Dylan hafi gert sitt ítrasta til ađ afneita ţví ađ hann sé einhver sérstakur kommúnisti eđa mannréttindafrömuđur síđan hann varđ rokkari 1965, ţá er ţetta sá orđstír sem hefur dugađ honum lengst og lifir enn.

Atkvćđaskáld fyrri tíma á Íslandi held ég ađ hafi orđiđ frćg vegna ţess ađ ţau voru tákn fyrir Endurreisnina, jafnvel löngu áđur en hún kom. Ţau héldu heiđnum siđvenjum lifandi, ásamt fleirum.

Ţannig ađ atkvćđaskáld eru hluti af menningunni, og undir réttum kringumstćđum eru ţau nokkurskonar brennisteinn sem kveikir uppreisnarbáliđ og umbyltinguna.

 


Bloggfćrslur 18. desember 2022

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 538
  • Frá upphafi: 159078

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband