20.10.2022 | 06:01
Eineltið sem Ísabella Von hefur lent í eitt það grófasta sem þekkist
RÚV hefur undanfarna viku reynt að sannfæra landsmenn um að skólabörn séu full af allrahanda fordómum gegn börnum af erlendum uppruna. Síðan skyndilega kemur þessi frétt um óvenjugróft ofbeldi og einelti sem stelpa verður fyrir íslenzkum uppruna, sem lætur fyrri fréttir blikna þannig að hroll setur að manni við grimmdina sem henni er sýnd.
Börn fræga fólksins fá jafnan meiri athygli en önnur. Það sem Ísabella Von lenti í finnst manni margfalt verra en það sem Sóley, ættleidd dóttir Gunnars Smára lenti í útaf sínu útliti.
Segja má að RÚV hafi orðið afturreka með þá stefnu sína að búa til þá staðalmynd af Íslandi að einu vandamálin sem hér grasseri séu fordómar af hefðbundnum toga, eins og þeir sem voru algengastir um 1930.
Ísabella Von er mjög venjuleg í útliti en samt lendir hún í þessu grófa einelti og ofbeldi. Það bendir til þess að eitthvað allt annað sé að samfélaginu en það sem reynt var að halda fram í síðustu viku í RÚV, það segir manni að fitufordómar séu margfalt verra vandamál en aðrir fordómar, þótt mjög lítið tilefni sé til þeirra.
Páll Vilhjálmsson, sem að öðrum ólöstuðum bloggurum hefur fengið meiri athygli en flestir og staðið sig betur en flestir, bæði hvað magn og gæði varðar, fjallaði um það fyrir nokkrum árum að RÚV reyndi að búa til vandamál í samfélaginu með umfjöllun sinni, með því að draga upp þá mynd að hér byggi fordómafull þjóð í garð útlendinga. Þar hitti hann alveg í mark.
Eineltið sem Ísabella Von lenti í sannar í raun þetta.
![]() |
Þyngra en tárum taki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 20. október 2022
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 24
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 553
- Frá upphafi: 159093
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar